fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Rannsókn lögreglu á Gylfa beinist að máli frá árinu 2017 – Þórhildur fékk nokkrar milljónir

Ritstjórn DV
Laugardaginn 28. ágúst 2021 16:40

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri á Vísir.is skrifar ítarlega grein um málefni KSÍ og landsliðsmanna í knattspyrnu sem verið hafa í brennidepli síðustu vikur.

Stjórn KSÍ situr nú á neyðarfundi samkvæmt útvarpsþætti Fótbolta.net. Guðni Bergsson formaður KSÍ hefur fengið að finna fyrir því á samfélagsmiðlum eftir að Þórhildur Gyða Arnardóttir steig fram í fréttum RÚV í gær og greindi frá því að árið 2017 hafi þekktur landsliðsmaður áreitt hana kynferðislega og ráðist svo á hana, og sagði að Guðna og KSÍ hafi verið vel kunnugt um málið.

Fréttastofa RÚV ræddi aftur við Guðna í gær í ljósi frásagnar Þórhildar og spurði hvernig stæði á því að hann hafi í gær sagt að engin tilkynning hafi borist sambandinu um kynferðisbrot landsliðsmanna.

Þórhildur á RÚV í gær.

Umræddur landsliðsmaður greiddi Þórhildi bætur vegna málsins og segir í frétt Vísis. „Haustið og veturinn 2017 var sú saga á vörum margra að umræddur leikmaður væri sakaður um ofbeldi gegn tveimur konum. Árásirnar áttu að hafa verið gerðar að næturlagi á skemmtistaðnum B5 sem þá var í Bankastræti og einkar vinsæll meðal ungu kynslóðarinnar,“ skrifar Kolbeinn Tumi.

Á Vísi kemur fram að Þórhildur hafi fengið nokkrar milljónir í sinn vasa í miskabætur, önnur kona flaug erlendis með Þórhildi þar sem þær hittu umræddan landsliðsmann í knattspyrnu. Hann baðst afsökunar og borgaði þeim miskabætur vegna málsins.

Þórhildur hélt því fram á RÚV í gær að lögfræðingar KSÍ hefðu reynt að þagga niður í sér en lögmennirnir Almar Möller og Hörður Felix Harðarson hafna því. „ Lögmennirnir staðfesta báðir við fréttastofu að þeir hafi gætt hagsmuna leikmannsins en ekki KSÍ,“ segir í frétt Vísis.

Málefni Gylfa:

Vísir fjallar í sömu frétt um málefni Gylfa Þórs Sigurðssonar sem er frjáls ferða sinna í Bretlandi gegn tryggingu á meðan rannsókn fer fram. Gylfa er gefið að sök að hafa framið kynferðisbrot gegn stúlku undir lögaldri.

„Engin yfirlýsing hefur komið frá Gylfa, umboðsmanni hans eða fjölskyldu. Er þess beðið að rannsókn bresku lögreglunnar ljúki. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eiga meint samskipti Gylfa við unga konu, sem lögregla hefur til rannsóknar, að hafa átt sér stað árið 2017,“ skrifar Kolbeinn Tumi á Vísir.is um málefni Gylfa.

Fleiri sögur:

Samkvæmt frétt Kolbeins eru fleiri sögur sem beinast að ofbeldi landsliðsmanna, þannig eru tveir landsliðsmenn sakaðir um nauðgun á konu fyrir tíu árum síðan. Einnig skrifar Kolbeinn Tumi. „Ótaldar eru frásagnir af landsliðsmönnum sem eiga að hafa beitt stafrænu kynferðisofbeldi með dreifingu nektarmynda, eru sakaðir um heimilisofbeldi eða að gangast ekki við börnum sínum. Sögur sem eiga það sameiginlegt með fyrrnefndum sögum að hafa flogið hátt en enginn þolandi stigið fram, enn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

KSÍ tók ákvörðun í desember – „Ekki alltaf skemmtilegt“

KSÍ tók ákvörðun í desember – „Ekki alltaf skemmtilegt“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ekkert að gerast í máli Mbeumo en Brentford lætur vita af nýjum verðmiða

Ekkert að gerast í máli Mbeumo en Brentford lætur vita af nýjum verðmiða
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Rashford mætti á æfingasvæði United en fær ekki að vera nálægt liðinu

Rashford mætti á æfingasvæði United en fær ekki að vera nálægt liðinu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum