Man United tókst að bjóða Cristiano Ronaldo velkominn heim og gera grín að nágrönnum sínum í Man City í leiðinni.
Koma Carlos Tevez til Man City frá United fyrir tólf árum síðan vakti mikla athygli en leikmaðurinn var velkominn til City með stóru auglýsingaskilti sem sýndi Tevez með útréttar hendur umvafinn ljósbláum bakgrunni með yfirskriftinni: „Velkominn til Manchester“.
Allt leit út fyrir að Ronaldo væri á leiðinni til City í sumar en kappinn sneri aftur heim til United og Rauðu djöflarnir nýttu tækifærið til að nudda salti í sárið á City mönnum. Endurkoma Ronaldo til félagsins var tilkynnt með risastóru auglýsingaskilti með rauðum bakgrunni með sömu yfirskriftinni: „Velkominn til Manchester“.
Það tók United aðeins nokkra klukkutíma að varpa fram auglýsingunni á Picadilly lestarstöðinni í Manchester borg eftir að Ronaldo hafði skrifað undir hjá félaginu.
Fleiri auglýsingaskilti hafa nú verið reist í Manchester til að bjóða kappann, sem er talinn einn besti leikmaður heims, aftur heim.
Ver esta publicación en Instagram