fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Man United nuddar salti í sárið á City mönnum með risastóru auglýsingaskilti

Ísak Gabríel Regal
Laugardaginn 28. ágúst 2021 14:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Man United tókst að bjóða Cristiano Ronaldo velkominn heim og gera grín að nágrönnum sínum í Man City í leiðinni.

Koma Carlos Tevez til Man City frá United fyrir tólf árum síðan vakti mikla athygli en leikmaðurinn var velkominn til City með stóru auglýsingaskilti sem sýndi Tevez með útréttar hendur umvafinn ljósbláum bakgrunni með yfirskriftinni: „Velkominn til Manchester“.

Allt leit út fyrir að Ronaldo væri á leiðinni til City í sumar en kappinn sneri aftur heim til United og Rauðu djöflarnir nýttu tækifærið til að nudda salti í sárið á City mönnum. Endurkoma Ronaldo til félagsins var tilkynnt með risastóru auglýsingaskilti með rauðum bakgrunni með sömu yfirskriftinni: „Velkominn til Manchester“.

Það tók United aðeins nokkra klukkutíma að varpa fram auglýsingunni á Picadilly lestarstöðinni í Manchester borg eftir að Ronaldo hafði skrifað undir hjá félaginu.

Fleiri auglýsingaskilti hafa nú verið reist í Manchester til að bjóða kappann, sem er talinn einn besti leikmaður heims, aftur heim.

 

Ver esta publicación en Instagram

 

Una publicación compartida de SPORTbible (@sportbible)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ekkert að gerast í máli Mbeumo en Brentford lætur vita af nýjum verðmiða

Ekkert að gerast í máli Mbeumo en Brentford lætur vita af nýjum verðmiða
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þorsteinn öskuillur á blaðamannafundi – „Dónalegt og nautheimskulegt“

Þorsteinn öskuillur á blaðamannafundi – „Dónalegt og nautheimskulegt“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Chelsea mætir Real eða PSG

Chelsea mætir Real eða PSG
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur