Blikar unnu 2-0 sigur á KA í gær og komust þar með á topp Pepsi Max deildar karla. Leikurinn var ræddur í hlaðvarpsþættinum The Mike Show og var Mikael Nikulásson afar ósáttur við mætinguna hjá stuðningsmönnum Blika.
„Þú hefur einu sinni orðið Íslandsmeistari á ævinni, þú ert kominn í þessa stöðu, núna áttu þeir möguleika á að komast á toppinn. Þetta er besta Breiðabliks lið frá upphafi með frábæran þjálfa sem hrósaði stuðningsmönnum þvílíkt í leiknum gegn Aberdeen. Það eru 25 gráður og það mæta 4 til 5 Blikar á völlinn,“ sagði Mikael Nikulásson í The Mike Show
„Þetta fannst mér hallærislegt. Óskar Hrafn hefur þvílíkt peppað þá og sagt að þetta séu bestu stuðningsmenn á Íslandi svo mæta þeir fjórir til Akureyrar. Ég vona bara að það verði sömu fjórir í lokaumferðinni þegar Breiðablik getur tryggt sér titilinn, eða verða þá kannski 400 eða 4000?“ hélt Mikael Nikulásson.
„Þetta er bara áfellisdómur yfir Blikunum,“ sagði Sigurður Gísli Bond Snorrason léttur að lokum í hlaðvarpsþættinum The Mike Show.