Matteo Guendouzi skaut á stuðningsmenn Arsenal á dögunum þegar hann sagði að stuðningsmenn Marseille og stemningin á vellinum sem þeir búa til væri miklu betri en það sem hann þekkti hjá Arsenal.
Miðjumaðurinn kom til Arsenal árið 2019 og lék 57 leiki fyrir félagið. Hann var í kuldanum hjá Arteta eftir að hann montaði sig um sín laun hjá Arsenal við leikmenn Brighton. Hann er nú á láni hjá Marseille og getur franski klúbburinn keypt hann eftir tímabilið ef áhugi er fyrir hendi.
Miðjumaðurinn virðist gríðarlega ánægður hjá Marseille og er sérstaklega ánægður með stuðningsmennina.
„Stuðningsmenn Marseille eru ótrúlegir. Arsenal er með stóran völl en þetta er allt öðruvísi. Besta andrúmsloftið er hér, það er ótrúlegt að fá að spila fyrir svona stuðningsmenn, þetta kemur manni í annan gír,“ sagði Guendouzi í viðtali.