fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

„Forréttindablinda“ Katrínar vekur reiði: Hvetur til útlandaferða í staðinn fyrir Covid-stress – „Þetta nístir í hjartað“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 26. ágúst 2021 16:30

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, tjáði sig um það á Twitter-síðu sinni í dag að henni þætti gaman að sjá hvað það væru margir í utanlandsferðum þessa dagana. „Svo gaman að sjá hvað margir á insta hjá mér eru á ferðalagi. Held flest hefðu gott af því að stíga út úr Covid sýrunni hérna og sjá hvað allt er afslappaðra víðast í Evrópu,“ segir hún.

Þá segir Katrín að hún hafi farið tvisvar til útlanda í sumarfríinu sínu á þessu ári. „Eina vonda er að koma aftur heim í endalaus test og stress.“

Ljóst er að þessi orð Katrínar hafi fallið í tvo mismunandi jarðvegi, annars vegar gróðurmikinn jarðveg og hins vegar grýttan jarðveg, fjölmargir tóku undir með Katrínu og dreifðu færslu hennar áfram. Kona nokkur sagðist til dæmis hafa komið að utan fyrir rúmri viku, kveikt á fréttatíma RUV þar sem Covid tölfræði var til umfjöllunar. „Tók meðvitaða ákvörðun um að horfa ekki á fréttir á næstunni,“ skrifaði konan svo.

Aðrir vildu meina að um svokallaða forréttindablindu væri að ræða í færslunni. María Lilja Þrastardóttir, frambjóðandi Sósíalistaflokksins í komandi alþingiskosningum, er ein af þeim sem gagnrýnir Katrínu fyrir að hvetja til ferða erlendis.

Aðrir netverjur tóku í svipaðan streng og María. „Flestir eiga ekki hundruðir þúsunda til að splæsa á utanlandsferðir sauðhaus,“ segir til að mynda einn netverji í athugasemdunum. „Eru margir á Insta hjá þér að kíkja inn a spítalana? Ég get lofað þér því að þar eru hlutirnir ekki svo afslappaðir. Að hundsa heimsfaraldur er ekki dyggð,“ segir annar.

Kona nokkur segir þá að hún hafi ekki getað farið í sumarfrí með fjölskyldu sinni, einmitt vegna þess að það er svo mikið að gera á Landspítalanum. „Þetta nístir í hjartað þegar fjölskyldan þín fór ekki í sumarfrí saman, vegna þess að Landspítalinn hefur ekki bolmagn til að gera „valkvæða“ aðgerð á ástvini þínum sem er sárþjáðu,“ segir konan.

Harðari aðgerðir og góður árangur í bólusetningum

Hér á Íslandi er ástandið í Covid-faraldrinum ekki frábært ef horft er til fjölda smita en fjölmargir greinast hér á hverjum degi. Hins vegar er vert að benda á að hér á landi hefur nást góður árangur í bólusetningum og því er fólk ekki að veikjast jafn mikið og illa hér eins og í öðrum löndum þar sem bólusetning hefur gengið verr.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, töluðu til dæmis um þennan góða árangur í samtali við CNN og þökkuðu þeir báðir bólusetningum fyrir árangurinn.

Lesa meira: Íslenskir djammarar trufluðu CNN í beinni útsendingu – „Give me a break“

Þá má einnig taka fram að á Íslandi eru aðgerðir vegna kórónuveirunnar mun harðari en á Norðurlöndunum. DV fjallaði ítarlega um málið í gær og birti samanburð á sóttvarnarreglum Íslands og hinna Norðurlandanna.

Lesa meira: Ísland með hörðustu aðgerðirnar og lengstu einangrunina – Sjáðu samanburðinn við hin Norðurlöndin

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða
Fréttir
Í gær

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Í gær

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu