fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Eyjan

Gagnrýnir heilbrigðiskerfið – „Stofnanalæknir að morgni en einkastofulæknir síðdegis“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 26. ágúst 2021 09:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnendur Landspítalans hafa verið gagnrýndir undanfarið fyrir meint skipulagsleysi og óstjórn. Morgunblaðið segir skrifstofukostnað hafa aukist úr hömlu undanfarin ár og bendir á tölur sem sýna stóraukin framlög til spítalans undanfarinn áratug. Páll Matthíasson, forstjóri spítalans, hefur gagnrýnt nálgun Morgunblaðsins á málefni spítalans, en DV fór yfir þetta í gær:

Sjá einnig: Stefán hjólar í Pál – „Morgunblaðið veit nefnilega betur en geðlæknirinn hvað góð blaðamennska gengur út á“

Staða Landspítalans hefur sérstaklega verið í deiglunni í tengslum við Covid-faraldurinn og getu spítalans til að anna innlögnum Covid-veikra enda markast samkomutakmarkanir að miklu leyti af þeirri stöðu.

Segir engan heilbrigðisráðherra ráða við kerfið

Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Fréttablaðsins, segir í leiðara blaðsins í dag að engum heilbrigðisráðherra hafi hingað til tekist að koma böndum á heilbrigðiskerfið. „Ástæðan er ofríki málaflokksins sjálfs,“ segir Sigmundur:

„Ráðherrar þessa viðamikla og flókna málaflokks hafa margir hverjir – ef ekki flestir – komið þaðan laskaðir og særðir í pólitískum skilningi. Ástæðan er ofríki málaflokksins sjálfs. Hann hefur sankað að sér þeim öllum völdum – og ræður sér sjálfur fyrir vikið.“

Í stað þess að beina spjótum sínum að yfirstjórn Landspítalans ræðst Sigmundur að stjórnsýslunni í heild í pistli sínum:

„Íslensk stjórnsýsla er valdamesta apparat landsins. Hún veit það betur en nokkurt annað fyrirbrigði á landinu að stjórnmálamenn koma og fara – og fara raunar hraðar en nokkru sinni á síðasta áratug eða svo. Það sama á við um ráðherrana. Þeir ná stundum kjörtímabili, stundum minna. Eftir sitja embættismennirnir, hinir raunverulegu valdsmenn, að vísu ekki með neitt lýðræðislegt umboð, en leggja þó línurnar og leyfa sér það sem hentar kerfinu sjálfu, af því að kerfið er þeirra.“

Sigmundur gagnrýnir það fyrirkomulag að læknar geri verið í föstu starfi hjá Landspítalanum meðfram einkastofurekstri:

„Þar hefur ekki nokkrum einasta manni með lýðræðislegt umboð tekist að rjúfa tilvísanahringavitleysuna sem snýst um það að geta verið stofnanalæknir að morgni en einkastofulæknir síðdegis með því að greina sjúklinginn á fyrri staðnum en gera svo við hann á þeim seinni.

Engum heilbrigðisráðherra hefur enn þá tekist að leysa upp þennan kerfislæga vítahring. Fyrir vikið sitja landsmenn uppi með blandaða sjúkrahússtarfsemi þar sem skilin á milli opinbers reksturs og einkarekstur eru í besta falli óljós.

Afleiðingin er stjórnlaus fjáraustur úr sjóðum ríkisins, enda má heita að helstu sérfræðingum í faginu sé fengið í hendur opinbert ávísanahefti sem þeir fylla út að eigin geðþótta.“

Sigmundur segir að bæði einkarekstur og opinber rekstur eigi rétt á sér í heilbrigðisþjónustu og ríkið geti sparað peninga með því að leita útboða hjá einkaaðilum. Hins vegar:

„En að blanda þessum rekstrarformum saman eftir geðþótta sérfræðinga og embættismanna er glórulaust – og heitir, vel að merkja, útþensluhvetjandi eyðslusemi.“

Sigmundur leggur til að fagmanni, læknismenntuðum rekstramanni, verði næst boðið að setjast í stól heilbrigðisráðherra. Einhverjum sem kunni muninn á ríkisrekstri og einkarekstri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þingmaður Sjálfstæðisflokks skammar ráðherra fyrir málskostnað sem hennar eigin ríkisstjórn stofnaði til

Þingmaður Sjálfstæðisflokks skammar ráðherra fyrir málskostnað sem hennar eigin ríkisstjórn stofnaði til
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Hér vantar óperu

Björn Jón skrifar: Hér vantar óperu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Borgum meira!

Thomas Möller skrifar: Borgum meira!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“ 

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“