fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Cavani óánægður með þróun mála

Helga Jónsdóttir
Miðvikudaginn 25. ágúst 2021 20:15

Edinson Cavani fagnar marki / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Edinson Cavani, framherji Manchester United er verulega ósáttur við þá ákvörðun ensku úrvalsdeildarinnar að banna leikmönnum að fara í landsleiki í næsta mánuði ef löndin eru á rauðum lista.

Hann deildi skjáskoti af yfirlýsingu ensku úrvalsdeildarinnar á Instagram síðu sinni og lét fylgja með þrjú spurningamerki og gaf þar í skyn að hann væri ósáttur með þessa ákvörðun. Cavani mun eins og málin standa ekki fá að taka þátt í leikjum Uruguay gegn Perú, Bolivíu og Ekvador.

Klúbbarnir í ensku úrvalsdeildinni funduðu saman í vikunni þar sem ákveðið var að banna þeim leikmönnum sem ætla að ferðast til landa sem eru rauð hvað varðar sóttvarnaraðgerðir. Þeir sem koma frá rauðum löndum til Bretlands þurfa að fara í 10 daga sóttkví og gætu leikmenn því misst af tveimur leikjum í deildinni.

Vonir standa þó til þess að ríkisstjórnin geri undanþágu og leyfi þessum leikmönnum að ferðast og koma aftur án þess að fara í sóttkví.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Yfirmaður FBI mætti og svaraði fyrir málefni í þinginu – Bindið sem hann valdi vekur mikla athygli

Yfirmaður FBI mætti og svaraði fyrir málefni í þinginu – Bindið sem hann valdi vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Boðar hallarbyltingu í Smáranum á næsta ári – Segir að framboð í fyrra hafi verið dæmd ógild

Boðar hallarbyltingu í Smáranum á næsta ári – Segir að framboð í fyrra hafi verið dæmd ógild
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Vilja kaupa Mainoo frá United í janúar

Vilja kaupa Mainoo frá United í janúar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Félögin græða vel næsta sumar – FIFA stækkar kökuna sem fer til félaga

Félögin græða vel næsta sumar – FIFA stækkar kökuna sem fer til félaga