fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

„Hann fór langt yfir strikið með þessum ummælum“

Helga Jónsdóttir
Miðvikudaginn 25. ágúst 2021 18:45

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Trevor Sinclair var ekki ánægður með ummæli Rio Ferdinand um varnarmanninn Phil Jones, sem leikur með Manchester United.

Jones hefur átt erfitt síðustu ár og hefur hann verið mikið meiddur. Hann á tvö ár eftir af samningi hjá Manchester United en hann skrifaði undir framlengingu árið 2019.

Ferdinand húðskammaði Jones fyrir að hafa skrifað undir þennan samning á sínum tíma og finnst að Jones sé að taka sæti í hópnum af leikmanni úr unglingastarfinu. Sinclair svaraði Ferdinand og sagði að hann hefði farið yfir strikið með þessum ummælum.

„Auðvitað á Jones að samþykkja þetta tilboð. Hann vill reyna að komast í liðið. Ég sé leikmann sem hefur verið óheppinn með meiðsli í gegnum árin,“ sagði Sinclair við talkSPORT.

„Það er ekkert slæmt við hann, hann er góður atvinnumaður og veldur engum vandræðum. Afhverju í ósköpunum myndi hann hafna samningi við Manchester United. Það má bara gagnrýna fólkið sem bauð honum þennan samning.“

„Það er fáránlegt að Rio gagnrýni hann og segi honum að hann eigi að yfirgefa klúbbinn þar sem hann sé að taka tækifæri frá ungum leikmönnum. Ég er ekki sáttur við Rio, hann fór yfir strikið þarna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Yfirmaður FBI mætti og svaraði fyrir málefni í þinginu – Bindið sem hann valdi vekur mikla athygli

Yfirmaður FBI mætti og svaraði fyrir málefni í þinginu – Bindið sem hann valdi vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Boðar hallarbyltingu í Smáranum á næsta ári – Segir að framboð í fyrra hafi verið dæmd ógild

Boðar hallarbyltingu í Smáranum á næsta ári – Segir að framboð í fyrra hafi verið dæmd ógild
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Vilja kaupa Mainoo frá United í janúar

Vilja kaupa Mainoo frá United í janúar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Félögin græða vel næsta sumar – FIFA stækkar kökuna sem fer til félaga

Félögin græða vel næsta sumar – FIFA stækkar kökuna sem fer til félaga