Meðlimur úr konungsfjölskyldunni í Katar útilokar ekki að PSG muni láta til skara skríða og krækja í Cristiano Ronaldo.
PSG fékk Lionel Messi á dögunum frá Barcelona en Ronaldo hefur áhuga á að fara frá Juventus á næstu dögum.
Ronaldo er 36 ára gamall en Khalifa Bin Hamad Al-Thani bróðir Tamim bin Hamad Al Than eiganda PSG birti mynd af Messi og Ronaldo saman í treyju PSG. „Kannski?;“ skrifaði Khalifa.
Það væri hreint ótrúlegt að sjá tvo bestu knattspyrnumenn seinni ára sameinast í PSG en það gæti nú gerst.
Líklegt er að PSG sé að selja Kylian Mbappe til Real Madrid en það opnar dyrnar fyrir komu Ronaldo.