fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
433Sport

KSÍ ræður lögfræðing til starfa

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 25. ágúst 2021 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KSÍ hefur ráðið Kolbrúnu Arnardóttur lögfræðing til starfa tímabundið á skrifstofu KSÍ frá og með 1. september.

Kolbrún, sem er jafnframt starfsmaður hjá Bonafide lögmönnum, verður í 50% starfi hjá KSÍ og tekur yfir hluta af verkefnum Hauks Hinrikssonar lögfræðings KSÍ, sem verður í námsleyfi frá miðjum september 2021 til loka maí 2022 á meðan hann sækir nám í alþjóðlegri samningagerð og gerðardómsrétti við háskóla í Sviss.

Kolbrún hefur starfað hjá Bonafide lögmönnum frá árinu 2012. Hún útskrifaðist með meistarapróf í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2013 og fékk málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 2016.

Kolbrún hefur áralanga reynslu af því að starfa í knattspyrnuhreyfingunni, m.a. sem formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá Fylki í Árbæ undanfarin ár en einnig hefur hún setið í Laga- og leikreglnanefnd KSÍ frá fyrri hluta árs 2020.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Vill aftur til Englands – United augljós kostur

Vill aftur til Englands – United augljós kostur
433Sport
Í gær

Mætast hinum megin á hnettinum eftir allt saman

Mætast hinum megin á hnettinum eftir allt saman
433Sport
Fyrir 2 dögum

Óhugnanlegar upplýsingar fundust á tölvu háskólanemans frá því skömmu áður en hún lést

Óhugnanlegar upplýsingar fundust á tölvu háskólanemans frá því skömmu áður en hún lést
433Sport
Fyrir 2 dögum

Myndband: Sláandi uppákoma fyrir utan bar – Stjarnan lamdi karl og konu en var buffaður þegar hann reyndi að flýja

Myndband: Sláandi uppákoma fyrir utan bar – Stjarnan lamdi karl og konu en var buffaður þegar hann reyndi að flýja
433Sport
Fyrir 2 dögum

Messi og Yamal mætast í fyrsta sinn

Messi og Yamal mætast í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Íþróttavikan: Peningahlið íþróttanna og fréttir vikunnar

Íþróttavikan: Peningahlið íþróttanna og fréttir vikunnar