Ef tölfræðin er bara skoðuð er ekki víst að Declan Rice miðjumaður West Ham myndi leysa vandamál félagsins á miðsvæðinu.
Sérfræðingar í enska boltanum telja að United vanti varnarsinnaðan miðjumann til að þróa leik liðsins. Ole Gunnar Solskjær er hræddur um varnarlínu sína og spilar því iðulega með tvo djúpa miðjumenn.
Rio Ferdinand og fleiri hafa bent á það að United ætti að krækja í Declan Rice miðjumann West Ham en hann bætir litlu við ef tölfræðin er aðeins skoðuð.
Rice tæklar boltann sjaldnar en djúpir miðjumenn United, hann vinnur boltann sjaldnar en Nemanja Matic og Fred.
Tölfræði um þetta er hér að neðan.