fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Mikil fjölgun aldraðra frá aldamótum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 24. ágúst 2021 09:00

Mjög hefur fjölgað í hópi aldraðra á síðustu árum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2009 voru 2.518 almenn hjúkrunarrými hér á landi en 2018 voru þau orðin 2.716 og hafði því fjölgað um tæplega 200. Þess utan eru 147 sérhæfð hjúkrunarrými og 833 dagdvalarrými. Á sama tíma fjölgaði meira í hópi aldraðra en dæmi eru um og fjölgaði öldruðum mun meira en fólki fjölgaði í öðrum aldurshópum.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að frá árinu 2000 til 2020 hafi fólki 70 ára og eldra fjölgað um 58% en á sama tíma hafi landsmönnum fjölgað um 30%. Árið 2000 voru 70 ára og eldri 22.526 en á síðasta ári voru 35.492 í þessum hópi.

Fréttablaðið hefur eftir Helga Péturssyni, formanni Landssambands eldri borgara, að það hafi lengi legið fyrir að þetta yrði svona. „Menn bjuggu sig ekki undir þetta. Það er sameiginlegt verkefni kynslóðanna að koma í veg fyrir að eldri kynslóðin leggist upp á þá yngri,“ sagði hann.

Mest fjölgaði í hópi 80 ára og eldri og 90 ára og eldri. Árið 2000 voru 7.471 í hópi 80 ára og eldri en 2020 voru þeir 12.602 eða 69% fjölgun. 1.137 voru 90 ára eða eldri árið 2000 en voru 2.310 á síðasta ári en það er 103% fjölgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn