fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Sakar Norwich um að svindla á kerfinu – ,,Hafa engan metnað til að halda sér uppi“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 23. ágúst 2021 20:30

Leikmenn Norwich fagna marki á síðustu leiktíð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttafréttamaðurinn Alex Crook er allt annað en hrifinn af stefnu Norwich City. Hann sakar félagið um að vera markmiðalaust og hafa engan áhuga á því að halda sér í efstu deild.

Norwich er nýliði í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í deildinni í ár, 0-3 gegn Liverpool og 5-0 gegn Manchester City.

Crook ræddi stöðu Norwich á talkSPORT í gær.

,,Hvað er Norwich? Er þetta félag sem vill reyna að halda sér í deildinni? Eru þeir félag sem er tilbúið til þess að flakka á milli ensku úrvalsdeildarinnar og B-deildarinnar?“ 

Crook sakar Norwich um að flakka meðvitað á milli deilda og þiggja svo svokallaðar fallhlífargreiðslur sem greiddar eru til félaga sem falla úr ensku úrvalsdeildinni. Þetta er í fjórða sinn sem Norwich kemur upp í ensku úrvalsdeildina á undanförnum áratug. Í hin skiptin hefur liðið fallið strax aftur í B-deildina.

,,Mér finnst þeir í raun vera að svindla á kerfinu. Þeir koma upp og eyða ekki mikið af pening. Þeir eyddu minna en einni milljón punda síðast þegar þeir voru í ensku úrvalsdeildinni. Þeir voru aldrei að fara að halda sér uppi á þeim pening. Svo fóru þeir aftur niður, enduðu í efstu fjórum sætunum í B-deildinni, komust upp, notuðu fallhlífarpeninginn. Mér finnst eitthvað bogið við þetta.“

,,Þeir hafa engan metnað til að halda sér uppi. Það er meira eins og að þeir séu að fá leikmenn fyrir B-deildina á næstu leiktíð.“

Norwich seldi stjörnuleikmann sinn frá því á síðustu leiktíð, Emiliano Buendia, til Aston Villa fyrr í sumar fyrir 40 milljónir punda. Crook segir að félagið væri vel tilbúið til þess að selja fleiri af betri leikmönnum liðsins.

,,Þeir seldu Buendia. Hafa þeir eytt þeim pening? Nei. Þeir myndu selja Todd Cantwell, ef ekki í sumar þá allavega ef þeir falla næsta vor.“

,,Þeir eru neðstir eins og er. Þeir munu enda þar og verða líklega fallnir í febrúar. Svo munu þeir gera þetta allt aftur og örugglega vinna B-deildina á næstu leiktíð. Mér finnst þetta markmiðalaus stefna,“sagði Crook að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Skattahækkanir í Bretlandi ástæða þess að ríka fólkið er að flýja – „Þegar maður sér kerfi sem eru að hrynja, þá spyr maður sig“

Skattahækkanir í Bretlandi ástæða þess að ríka fólkið er að flýja – „Þegar maður sér kerfi sem eru að hrynja, þá spyr maður sig“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arnar fer ítarlega yfir valið og stórt verkefni fyrir höndum – „Einhverra hluta vegna fór hann framhjá fólki, þetta var bara sjálfsagt mál“

Arnar fer ítarlega yfir valið og stórt verkefni fyrir höndum – „Einhverra hluta vegna fór hann framhjá fólki, þetta var bara sjálfsagt mál“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér