fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Playboy-fyrirsæta bauð 77 milljónir í útgrátinn vasaklút Messi – Ástæðan vekur athygli

433
Mánudaginn 23. ágúst 2021 18:11

Luana Sandien. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Luana Sandien, Playboy-fyrirsæta og mikill stuðningsmaður Barcelona, bauð 600 þúsund dollara (um 77 milljónir íslenskra króna) í vasaklútinn sem knattspyrnusnillingurinn Lionel Messi notaði til þess að þurrka tár sín er hann kvaddi Katalóníustórveldið á dögunum.

Hinn 34 ára gamli Messi fór frá Barcelona fyrr í mánuðinum eftir að hafa verið á mála hjá félaginu frá 13 ára aldri. Hann gekk í raðir Paris Saint-Germain.

Argentínumaðurinn vildi vera áfram en vegna gríðarlega fjárhagsvandræða Barcelona var ekki mögulegt að framlengja samning hans.

Messi neyddist því til að kveðja félagið á tilfinningaþrungnum blaðamannafundi. Það notaði hann umræddan vasaklút til þess að þurrka tár sín, enda átti Messi virkilega erfitt með að ráða við tilfinningar sínar er hann kvaddi.

Sandien sá klútinn svo til sölu á netinu. Hún stökk til og bauð í hann.

,,Ég bauð 600 þúsund dollara í vasaklútinn en þá hvarf auglýsingin. Ég bauð meira en helminginn af upphæðinni sem gefin var upp og hélt að ég myndi vinna. Auglýsingin hvarf án þess að ég fengi neinar upplýsingar. Ég veit ekki hvort einhver hafi keypt klútinn eða hvort að seljandinn hafi gefist upp. Vonandi tókst mér það,“ sagði Sandien um tilboðið.

Það er ekki ljóst hvort að hinni brasilísku Sandien takist að kaupa klútinn. Ef svo verður þá ætlar hún sér að sitja fyrir nakinn með hann.

Sem fyrr segir er Sandien mikill aðdáandi Barcelona. ,,Leikmenn Barcelona eru mun heitari en leikmenn annara liða,“ sagði hún eitt sinn við brasilíska fjölmiðla.

Lionel Messi með klútinn fræga. Mynd/Getty
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Skattahækkanir í Bretlandi ástæða þess að ríka fólkið er að flýja – „Þegar maður sér kerfi sem eru að hrynja, þá spyr maður sig“

Skattahækkanir í Bretlandi ástæða þess að ríka fólkið er að flýja – „Þegar maður sér kerfi sem eru að hrynja, þá spyr maður sig“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arnar fer ítarlega yfir valið og stórt verkefni fyrir höndum – „Einhverra hluta vegna fór hann framhjá fólki, þetta var bara sjálfsagt mál“

Arnar fer ítarlega yfir valið og stórt verkefni fyrir höndum – „Einhverra hluta vegna fór hann framhjá fólki, þetta var bara sjálfsagt mál“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér