fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
433Sport

Óvænta félagaskipti Andra – Fer til Danmerkur frá Ítalíu

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 23. ágúst 2021 09:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

FC Kaupmannahöfn hefur staðfest komu Andra Fannars Baldurssonar til félagsins frá Bologna á Ítalíu. Um er að ræða lán út tímabilið.

FCK hefur hins vegar klásúlu um að kaupa Andra ef lánið heppnast vel. Andri Fannar er 19 ára gamall en hann gekk í raðir Bologna frá Breiðabliki árið 2019.

„Andri hefur mikla hæfileika á miðsvæðinu,“ sagði Peter Christiansen yfirmaður knattspyrnumála hjá FCK.

„Hann er tæknilega góður og góður í taktík, hann kemur með þessa íslensku kosti sem við þekkjum. Hann er duglegur og leggur mikið á sig.“

Andri Fannar verður í treyju númer 18 hjá FCK en hann hefur spilað 15 leiki fyrir Bologna í Seriu A, þá á Andri fjóra A-landsleiki að baki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segir táninginn hafa gert risastór mistök með valinu – ,,Mun aldrei finna sömu ást og hjá okkur“

Segir táninginn hafa gert risastór mistök með valinu – ,,Mun aldrei finna sömu ást og hjá okkur“
433Sport
Í gær

United til í að hlusta á tilboð

United til í að hlusta á tilboð
433Sport
Í gær

Sá umdeildi baunar hressilega á bróður stjörnunnar: ,,Hálfvitar í kringum þig og sérstaklega í fjölskyldunni“

Sá umdeildi baunar hressilega á bróður stjörnunnar: ,,Hálfvitar í kringum þig og sérstaklega í fjölskyldunni“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segist eiga óklárað verk í London

Segist eiga óklárað verk í London
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vill aftur til Englands – United augljós kostur

Vill aftur til Englands – United augljós kostur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Davíð minnist vinar síns Hareide í hjartnæmri færslu – Rifjar upp hvað hann sagði við hann í London í fyrra

Davíð minnist vinar síns Hareide í hjartnæmri færslu – Rifjar upp hvað hann sagði við hann í London í fyrra
433Sport
Fyrir 2 dögum

Messi og Yamal mætast í fyrsta sinn

Messi og Yamal mætast í fyrsta sinn