fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
433Sport

Eliteserien: Barátta á toppnum – Þrír Íslendingar komust á blað

Ísak Gabríel Regal
Sunnudaginn 22. ágúst 2021 20:49

Viðar Örn Kjartansson í leik með landsliðinu. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það voru fimm leikir spilaðir í norsku úrvalsdeildinni í dag og nokkrir Íslendingar í eldlínunni.

Bodö vann sannfærandi 3-0 sigur á Kristiansund á Aspmyra vellinum. Amahl Pellegrino skoraði öll mörk Bodö í seinni hálfleik. Alfons Sampsted var í byrjunarliðinu að vanda og lék allan leikinn fyrir Bodö sem er komið í 2. sæti deildarinnar með 31 stig eftir 16 leiki. Kristiansund er í 5. sæti með 26 stig.

Sandefjord og Tromso gerðu 1-1 jafntefli á Komplett vellinum. Viðar Ari Jónsson var í byrjunarliði Sandefjord og kom heimamönnum yfir með marki á 12. mínútu. Tromso tókst að jafna fimm mínútum síðar þegar að Moses Ebiye kom boltanum í netið eftir stoðsendingu frá Niclas Vesterlund. Adam Örn Arnarson kom inn á fyrir Tromso í upphafi seinni hálfleiks og Jón Viðar kom af velli á 82. mínútu, en stuttu síðar fékk Sandefjord vítaspyrnu. Sivert Gussias fór á punktinn en tókst ekki að skora og 1-1 jafntefli niðurstaða.

Sandefjord er í 11. sæti með 21 stig eftir 16 leiki. Tromso er í 13. sæti með 15 stig.

Valeranga og Viking áttust við á Intility vellinum. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en Viðar Örn Kjartansson var í byrjunarliði Valeranga og kom heimamönnum yfir með marki á 12. mínútu. Staðan var 1-0 í hálfleik en Samúel Kári Friðjónsson kom inn á sem varamaður hjá Viking á 74. mínútu og tíu mínútum síðar hafði liðið jafnað metin, en þar var Harald Tangen að verki eftir stoðsendingu frá Shayne Pattinama. Viking er í 6. sæti með 25 stig. Valeranga er í 7. sæti með 23 stig.

Rosenborg burstaði Odd 5-0 á heimavelli. Hólmar Örn Eyjólfsson byrjaði leikinn fyrir Rosenborg og skoraði eftir tvær mínútur. Noah Holm bætti við öðru marki á 10. mínútu og Stefano Vecchia kom Rosenborg í 3-0 eftir 15. mínútur. Staðan var 3-0 í hálfleik en Emil Konradsen Ceide og Stefano Vecchia bættu við fjórða og fimmta markinu í seinni hálfleik. Rosenborg er í 3. sæti með 28 stig. Odd er í 10 sæti með 22 stig.

Úrslit dagsins:

Bodö/Glimt 3 – 0 Kristansund
1-0 Amahl Pellegrino (’61)
2-0 Amahl Pellegrino (’68)
3-0 Amahl Pellegrino (’78)

Sandefjord 1-1 Tromso
1-0 Viðar Ari Jónsson (’12)
1-1 Moses Ebiye (’17)

Valeranga 1-1 Viking
1-0 Viðar Örn Kjartansson (’12)
1-1 Harald Tangen (’84)

Rosenberg 5 – 0 Odd
1-0 Hólmar Örn Eyjólfsson (‘2)
2-0 Noah Holm (’10)
3-0 Stefano Vecchia (’15)
4-0Emil Konradsen Ceide (’59)
5-0 Stefano Vecchia (’84)

Haugesund 0-3 Lillestrom
0-1 Daniel Gustafsson (’21)
0-2 Daniel Gustafsson (’23)
0-3 Ulrik Fredriksen (92, sjálfsmark)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Íslendingar láta gengið ekki á sig fá – Fjölmenntu þó langt væri í leik

Íslendingar láta gengið ekki á sig fá – Fjölmenntu þó langt væri í leik
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Aftur farnir að eltast við Garnacho

Aftur farnir að eltast við Garnacho
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

United ræður mann í að klára nýjan völl – Vilja halda úrslitaleik HM árið 2035

United ræður mann í að klára nýjan völl – Vilja halda úrslitaleik HM árið 2035
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United gengur frá kaupum á gríðarlega efnilegum leikmanni

United gengur frá kaupum á gríðarlega efnilegum leikmanni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt

Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt