fbpx
Sunnudagur 21.september 2025
433Sport

Enski boltinn: Southampton og Man Utd skildu jöfn – Spurs vann Úlfana

Ísak Gabríel Regal
Sunnudaginn 22. ágúst 2021 15:00

Che Adams. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikir hófust klukkan 13:00 í ensku úrvalsdeildinni í dag. Southampton tók á móti Man Utd á heimavelli og Tottenham sótti Úlfana heim á Molineux völlinn.

Southampton komst í forystu gegn United eftir hálftíma leik þegar að Jack Stephens hirti boltann af Bruno Fernandes og kom honum á Che Adams, en skot þess síðarnefnda átti viðkomu í Fred á leiðinni í netið.

Mason Greenwood jafnaði metin fyrir United á 55. mínútu eftir góðan undirbúning Paul Pogba og Bruno Fernandes. Gestirnir voru sterkari aðilinn í síðari hálfleik en hvorugu liðinu tókst að skora sigurmarkið og lokatölur 1-1.

Tottenham sótti Wolves heim í fyrsta leik Nuno Espiritio Santo á Molineux síðan hann yfirgaf félagið í sumar.

Tottenham komst í forystu strax á 9. mínútu þegar að Dele Alli skoraði úr víti teftir að brotið var á honum í teignum. Wolves var mun sterkari aðilinn í leiknum og sótti stíft að marki Tottenham en tókst ekki að koma boltanum í netið og 1-0 sigur Spurs niðurstaða.

Tottenham hefur unnið báða leiki sína á tímabilinu með einu marki gegn engu.

Lokatölur:

Southampton 1– 1 Man Utd
1-0 Che Adams (’30)
1-1 Mason Greenwod (’55)

Wolves 0 – 1 Tottenham
0-0 Dele Alli (‘9, víti)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Hér er mesta spennan fyrir lokaumferðina

Hér er mesta spennan fyrir lokaumferðina
433Sport
Í gær

Allt á suðupunkti á Sauðárkróki í kvöld – Segir níu aðila úr gæslu hafa þurft að fylgja Sveini af vettvangi

Allt á suðupunkti á Sauðárkróki í kvöld – Segir níu aðila úr gæslu hafa þurft að fylgja Sveini af vettvangi
433Sport
Í gær

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum
433Sport
Í gær

Breiðablik fer til Serbíu

Breiðablik fer til Serbíu
433Sport
Í gær

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi
433Sport
Í gær

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“