fbpx
Sunnudagur 21.september 2025
433Sport

Thomas Tuchel spurði Chelsea hvort þeir væru alveg vissir í að reka Lampard

Ísak Gabríel Regal
Sunnudaginn 22. ágúst 2021 12:56

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thomas Tuchel sagði stjórnarnefnd Chelsea að hugsa sig tvisvar um áður en það ræki Frank Lampard, forvera hans hjá félaginu.

Tuchel var ráðinn í stað Lampard í janúar síðastliðnum þegar Chelsea var í 9. sæti í ensku úrvalsdeildinni. Tuchel hefur síðan gjörbreytt liðinu og vann meðal annars Meistaradeildina á síðustu leiktíð. Þjóðverjinn hefur síðan sagt að hann efaðist um ákvörðun Chelsea að reka Lampard þegar hann talaði fyrst við félagið, en fékk þau skilaboð að örlög Lampard hjá Chelsea væru þegar ráðin.

Ég sagði í símtali við stjórnarnefndina: eruð þið vissir með þetta? Af því að þetta mun ekki falla stuðningsmönnum í geð. Kannski á hann skilið meiri tíma. Vegna þess að þegar ég hugsa um Chelsea, hugsa ég um Frank Lampard, John Terry, Petr Chech, Didier Drogba,“ sagði Tuchel í samtali við Sky Sports.

Ég hugsaði strax um hann vegna þess að hann er ímynd Chelsea: harðduglegur, ákafur, mikill leiðtogi, en á sama tíma venjulegur náungi utan vallar og góður liðsmaður. Sannkölluð goðsögn. Ég skildi hins vegar að það væri búið að taka ákvörðun og að ég hefði einungis um tvennt að velja.

Lampard var sagt upp eftir eitt of hálft ár við stjórnvölinn hjá Chelsea. Hann var ráðinn sumarið 2019 og kom liðinu í 4. sæti á fyrsta tímabili sínu hjá félaginu, þrátt fyrir að Chelsea hafi verið í félagsskiptabanni. Hann var einnig ábyrgur fyrir þróun nokkurra yngri leikmanna Chelsea, þar á meðal Mason Mount, Reece James og Tammy Abraham, sem fór til Roma á dögunum fyrir 34 milljónir punda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Hér er mesta spennan fyrir lokaumferðina

Hér er mesta spennan fyrir lokaumferðina
433Sport
Í gær

Allt á suðupunkti á Sauðárkróki í kvöld – Segir níu aðila úr gæslu hafa þurft að fylgja Sveini af vettvangi

Allt á suðupunkti á Sauðárkróki í kvöld – Segir níu aðila úr gæslu hafa þurft að fylgja Sveini af vettvangi
433Sport
Í gær

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum
433Sport
Í gær

Breiðablik fer til Serbíu

Breiðablik fer til Serbíu
433Sport
Í gær

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi
433Sport
Í gær

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“