fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Eyjan

Brynjar sagður líkur Harrison Ford – „Það var áberandi, einkum á árum áður, að ruglast var á mér og Harrison“

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 21. ágúst 2021 17:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjari Níelssyni, þingmanni, bregður fyrir í helgarútgáfu Morgunblaðsins, í liðnum „þrífarar vikunnar“ ásamt leikaranum Harrison Ford og golfaranum Nick Faldo. Brynjar segir löngu tímabært að Morgunblaðið viðurkenni þessi líkindi og kveðst ítrekað hafa lent í því að honum sé ruglað saman við leikarann fræga.

Mogginn klikkar aldrei og alltaf með puttann á púlsinum. Þar birtist í helgarblaðinu loksins mynd af okkur þríförunum, mér, Harrison Ford og Nick Faldo. Skildi aldrei af hverju blaðið var svona seint að átta sig á þessu,“ skrifar Brynjar á Facebook.

Hann segir að hann hafi oft lent í því á árum áður að fólk hópaðist að honum til að biðja um eiginhandaráritun, en eins og flestir vita þá er sjaldnast hægt að taka því sem Brynjar skrifar á Facebook sem heilögum sannleik, en maður veit þó aldrei.

„Það var áberandi, einkum á árum áður, að ruglast var á mér og Harrison Ford, hvort sem það var á öldurhúsum bæjarins eða í útlöndum. Hópaðist að mér fólk, gjarnan konur, og óskuðu eftir eiginhandaráritun eða nánari kynnum. Það sem þótti líkt með mér og Harrison Ford var að við lítum báðir út fyrir að þjást af harðlífi.“

Varðandi líkindin við Nick Faldo telur Brynjar það mega rekja til grófgerðra andlita þeirra auk þess sem þeir séu með sömu golfsveifluna.

„Það sem hefur þótt líkt með okkur Nick Faldo er grófgert andlit auk þess að vera með sömu golfsveifluna.“

Kveðst Brynjar vera í góðu sambandi við tvífara sína og að þeir hvetju Íslendinga til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn.

„Ég er í góðu sambandi við þá báða og þeir báðu mig um að skila kveðju til íslensku þjóðarinnar með þeim skilaboðum að kjósa xd í næstu kosningum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón Skrifar: Um gagnsemi prófa

Björn Jón Skrifar: Um gagnsemi prófa
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þriggja vasaklúta grátskýrsla Síldarvinnslunnar – Bubbi sendir tóninn – 28 byggðir hafa tapað lífsbjörginni

Orðið á götunni: Þriggja vasaklúta grátskýrsla Síldarvinnslunnar – Bubbi sendir tóninn – 28 byggðir hafa tapað lífsbjörginni