fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Enski boltinn: Stórsigur Manchester City – lærisveinar Benitez gerðu jafntefli

Helga Jónsdóttir
Laugardaginn 21. ágúst 2021 15:59

Jack Grealish / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórum leikjum var að ljúka í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar rétt í þessu. Manchester City sigraði Norwich örugglega, Leeds gerði jafntefli við Everton, Aston Villa hafði betur gegn Newcastle og Crystal Palace gerði markalaust jafntefli við Brentford.

Manchester City átti ekki í vandræðum með nýliða Norwich í dag. T. Krul skoraði sjálfsmark strax á 7. mínútu og eftir það var aldrei spurning hver myndi sigra þennan leik. Jack Grealish komst á blað með marki um miðjan fyrri hálfleik. Þeir Laporte, Sterling og Mahrez bættu svo við einu marki hver í seinni hálfleik.

Manchester City 5 – 0 Norwich
1-0 T. Krul (´7)
2-0 J. Grealish (´22)
3-0 A. Laporte (´64)
4-0 R. Sterling (´71)
5-0 R. Mahrez (´84)

Dominic Calvert-Lewin kom Everton yfir úr vítaspyrnu eftir hálftíma leik en Klich jafnaði undir lok fyrri hálfleiks. Gray kom Everton aftur yfir snemma í seinni hálfleik en Rapinha jafnaði á 72. mínútu.

Leeds 2 – 2 Everton
0-1 D. Calvert-Lewin (´30)
1-1 M. Klich (´41)
1-2 D. Gray (´50)
2-2 Rapinha (´72)

Aston Villa sigraði Newcastle 2-0. Danny Ings kom heimamönnum yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks úr hjólhestaspyrnu. El Ghazi tvöfaldaði forystu Aston Villa úr vítaspyrnu á 62. mínútu.

Aston Villa 2 – 0 Newcastle
1-0 D. Ings (´45+3)
2-0 A. El Ghazi (´62)

Crystal Palace og Brentford gerðu markalaust jafntefli í dag.

Crystal Palace 0 – 0 Brentford

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Íslandsvinurinn kvartaði undan mat sem hann borðaði skömmu fyrir skyndilegt andlát – „Vorum í algjöru áfalli“

Íslandsvinurinn kvartaði undan mat sem hann borðaði skömmu fyrir skyndilegt andlát – „Vorum í algjöru áfalli“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Kom Van Dijk í opna skjöldu í viðtali – Myndband

Kom Van Dijk í opna skjöldu í viðtali – Myndband
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Linda Líf til Svíþjóðar

Linda Líf til Svíþjóðar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Njarðvík staðfestir ráðningu á Davíði Smára

Njarðvík staðfestir ráðningu á Davíði Smára
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni
433Sport
Í gær

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“
433Sport
Í gær

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi