Félagsskiptaglugginn lokar fljótlega og hafa ensku liðin verið dugleg að kaupa leikmenn og styrkja sín lið eins og venja er.
Mörg lið hafa verið í fjárhagserfiðleikum vegna áhrifa Covid-19 en það er ekki að sjá hjá liðinum í enska en þau hafa samtals keypt leikmenn fyrir rúman milljarð punda.
Það kemur kannski á óvart en það lið sem hefur eytt mestum pening samkvæmt ESPN er Arsenal en félagið hefur eytt rúmum 132 milljónum punda í leikmenn. Liðið hefur meðal annars samið við Odegaard, Ramsdale og Ben White.
Manchester City hefur eytt næst mestum pening en liðið keypti Jack Grealish í sumar. Þar á eftir kemur Manchester United sem samdi loks við Sancho og Chelsea er í 4. sæti en liðið keypti Lukaku frá Inter.
No Premier League club has spent more than Arsenal in this transfer window 🤑 pic.twitter.com/5zDPHHEgGs
— ESPN FC (@ESPNFC) August 20, 2021