fbpx
Sunnudagur 21.september 2025
433Sport

Pedri fær langþráð frí

Helga Jónsdóttir
Laugardaginn 21. ágúst 2021 14:15

Pedri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pedri, leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins fær loksins verðskuldað frí eftir leik Barcelona og Athletic sem fer fram í kvöld.

Pedri spilaði 73 leiki fyrir Barcelona og spænska landsliðið á síðasta tímabili sem er ótrúlegur árangur. Hann spilaði bæði með spænska landsliðinu á Evrópumótinu í knattspyrnu og á Ólympíuleikunum í Toyko.

Pedri hefur því fengið ansi lítið sumarfrí og ætlar Ronald Koeman, stjóri Barcelona, að gefa honum tveggja vikna frí eftir leik kvöldsins. Hann skorar einnig á Luis Enrique, þjálfara spænska landsliðsins, að að velja hann ekki í spænska landsliðið fyrir leikina í september.

„Það er satt að frá og með morgundeginum, fær hann tveggja vikna frí. Ég hef talað við Luis Enrique og það er að sjálfsögðu þeirra ákvörðun að velja hann í landsleikjahléið í september – en við ætlum að gefa honum frí þar sem hann þarf á því að halda,“ sagði Koeman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Hér er mesta spennan fyrir lokaumferðina

Hér er mesta spennan fyrir lokaumferðina
433Sport
Í gær

Allt á suðupunkti á Sauðárkróki í kvöld – Segir níu aðila úr gæslu hafa þurft að fylgja Sveini af vettvangi

Allt á suðupunkti á Sauðárkróki í kvöld – Segir níu aðila úr gæslu hafa þurft að fylgja Sveini af vettvangi
433Sport
Í gær

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum
433Sport
Í gær

Breiðablik fer til Serbíu

Breiðablik fer til Serbíu
433Sport
Í gær

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi
433Sport
Í gær

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“