Pedri, leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins fær loksins verðskuldað frí eftir leik Barcelona og Athletic sem fer fram í kvöld.
Pedri spilaði 73 leiki fyrir Barcelona og spænska landsliðið á síðasta tímabili sem er ótrúlegur árangur. Hann spilaði bæði með spænska landsliðinu á Evrópumótinu í knattspyrnu og á Ólympíuleikunum í Toyko.
Pedri hefur því fengið ansi lítið sumarfrí og ætlar Ronald Koeman, stjóri Barcelona, að gefa honum tveggja vikna frí eftir leik kvöldsins. Hann skorar einnig á Luis Enrique, þjálfara spænska landsliðsins, að að velja hann ekki í spænska landsliðið fyrir leikina í september.
„Það er satt að frá og með morgundeginum, fær hann tveggja vikna frí. Ég hef talað við Luis Enrique og það er að sjálfsögðu þeirra ákvörðun að velja hann í landsleikjahléið í september – en við ætlum að gefa honum frí þar sem hann þarf á því að halda,“ sagði Koeman.
Ronald Koeman: “It is true that from tomorrow, he will rest for 2 weeks. I’ve spoken with Luis Enrique and it is their decision to call him for the national team games in September – but we will give some rest to Pedri because he needs it"
PEDRI'S FINALLY GETTING A BREAK 🙌 pic.twitter.com/v4lwj8d7tG
— SPORTbible (@sportbible) August 20, 2021