Real Madrid er ekki hætt að reyna að semja við frönsku stórstjörnuna Kylian Mbappe. Samkvæmt ýmsum spænskum blöðum ætlar félagið að klára samninginn á síðustu 48 tímum félagsskiptagluggans.
Mbappe hefur verið orðaður við brottför frá franska félaginu PSG en samningur hans rennur út eftir þetta tímabil. Félagið gæti því misst hann á frjálsri sölu næsta sumar.
PSG hefur gefið út að liðið ætli ekki að leyfa Mbappe að fara þrátt fyrir að hafa samið við einn besta leikmann allra tíma, Lionel Messi, í glugganum.
Samkvæmt AS þá mun Real Madrid reyna að fá Mbappe til félagsins 30. ágúst, degi áður en glugginn lokar. Einnig segir í frétt AS að Karim Benzema sendi daglega á hann skilaboð og hvetji hann að koma til Spánar en þeir voru saman í franska landsliðinu á EM í sumar.