fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

James Rodriguez viðurkennir að hann veit ekki við hverja Everton er að spila – „Getur einhver sagt mér það?“

Ísak Gabríel Regal
Föstudaginn 20. ágúst 2021 18:27

James Rodriguez. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

James Rodriguez segist ekki einu sinni hverjir mótstæðingar Everton eru um helgina. Kólimbíumaðurinn var ekki í liði Everton sem tók á móti Southampton um síðustu helgi vegna gruns um COVID-smit en framtíð hans hjá félaginu hangir í lausu lofti.

Everton leikur gegn Leeds á laugardaginn en Rodriguez sagði í streymi á Twitch að hann yrði ekki með, og sagði jafn framt að hann vissi ekki við hvern Everton væru að leika.

Ég held ég byrji að æfa á mánudaginn,“ sagði Rodriguez á streyminu. „Ég verð ekki með um helgina, ég veit ekki við hverja Everton er að spila, getur einhver sagt mér það?

Ég held við séum á útivelli því við vorum heima síðast,“ bætti hann við. „Ah, já, gegn Leeds, úti, á móti Marco Bielsa og hans mönnum. Erfiður leikur. Við sjáum til hvað gerist, vonandi vinna þeir.“

Staða miðjumannsins hjá félaginu er orðin ansi viðkvæm síðan Carlo Ancelotti lét af störfum sem þjálfari Everton og tók við Real Madrid. Rafa Benitez gekk í hans stað í sumar. Everton hafa einungis eytt 1.7 milljónum punda í sumarglugganum, en liðið hefur fengið til sín markmanninn Asmir Begovic og vængmennina Andros Townsend og Demarai Gray.

James Rodriguez er með 220 þúsund pund í laun á viku en sagði við Everton aðdáendur á Twitch að hann vildi bara spila hjá félagi sem vill hafa hann í sínum röðum.

Ég veit ekki hvað gerist,“ sagði hann. „Ég veit ekki – ég veit ekki hvar ég mun spila. Þið vitið að maður veit ekkert í fótbolta, eða í lífinu, en ég veit bara að ég hef unnið hart að mér, undirbúið mig og æft og það er allt og sumt. Þetta er flókið. Ég spila þar sem fólk vill fá mig. Maður þarf að vera þar sem fólk vill mann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

United fær 1,5 milljarð vegna kaupa Real Madrid á bakverðinum

United fær 1,5 milljarð vegna kaupa Real Madrid á bakverðinum
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Íslendingar láta gengið ekki á sig fá – Fjölmenntu þó langt væri í leik

Íslendingar láta gengið ekki á sig fá – Fjölmenntu þó langt væri í leik
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Andstæðingurinn hrósar stuðningsmönnum Íslands í hástert

Andstæðingurinn hrósar stuðningsmönnum Íslands í hástert
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrrum framkvæmdastjóri KSÍ í nýju hlutverki – „Það er yndislegt að vera hérna“

Fyrrum framkvæmdastjóri KSÍ í nýju hlutverki – „Það er yndislegt að vera hérna“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stjórnarmaður KSÍ kemur Þorsteini og framkomu hans til varnar – „Það er ekkert pláss fyrir viðkvæmt fólk í blaðamennsku“

Stjórnarmaður KSÍ kemur Þorsteini og framkomu hans til varnar – „Það er ekkert pláss fyrir viðkvæmt fólk í blaðamennsku“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hernandez fer til Sádi Arabíu

Hernandez fer til Sádi Arabíu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum
Heinze aðstoðar Arteta