fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Skúli eignast hótel fyrrverandi – Breytir því í einbýlishús með núverandi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 20. ágúst 2021 14:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skúli Mogensen og Gríma Björg Thorarensen hafa eignast glæsilega fasteign við Bárugötu 11. Um er að ræða 456 fermetra hús þar sem Hótel Hilda hefur rekið 15 herbergja hótel undanfarin ár. Áður hýsti húsið starfsemi gistiheimilisins Ísafoldar.

Fasteignin og hótelreksturinn hafa frá árinu 2013 verið í eigu S9 ehf., félags í eigu Margrétar Ásgeirsdóttur, barnsmóður og fyrrverandi eiginkonu Skúla. Í sumar eignaðist félagið BG11 ehf. fasteignina. Afsal þess efnis hefur verið þinglýst.

Margrét Ásgeirsdóttir

BG11 ehf. er í helmingseigu Skúla og Grímu Bjargar. Parið beið ekki boðanna og hefur þegar sótt um leyfi til Reykjavíkurborgar til þess að breyta innra skipulagi hússins þannig að það verði ekki lengur gististaður í flokki lll heldur færist yfir í upprunalegt horf sem einbýli. Leyfisbeiðnin var tekin fyrir á síðasta afgreiðslufundi byggingarfulltrúa Reykjavíkur og samþykkt.

Þar kemur fram að Skúli og Gríma Björg hyggist fækka svefn- og baðherbergjum í húsinu sem og að fjarlægja lyftu sem er þar innandyra. Fréttasíða Eiríks Jónssonar greindi fyrst frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Í gær

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“