Stuðningsmenn Everton eru ekki sáttir með James Rodriguez sem ræddi við stuðningsmenn félagsins á Instagram síðu sinni í gær.
James er frá vegna meiðsla en hann hefur engan áhuga á því sem er í gangi hjá félaginu ef marka má orð hans.
„Ég byrja að æfa á mánudag, ég spila ekki um helgina. Ég hef ekki einu sinni hugmynd um hvaða liði Everton mætir, getið þið sagt mér það,“ sagði Rodriguez.
„Ég held að það sé útileikur því síðast var það heima, já það er gegn Leeds á útivelli. Það er erfiður leikur, sjáum hvað gerist. Vonandi vinnur Everton.“
Rodriguez vill eflaust fara frá Everton enda er Rafa Benitez ekki sagður spenntur fyrir því að nota hann. „Ég hef trú á því að þetta tímabil verði gott fyrir mig, það er eitthvað stórt í vændum,“ sagði James.
„Það getur allt gerst til 30 ágúst, ég veit ekki hvar ég mun spila. Ég verð þar sem góðir hlutir eru í gangi.“