Stærðfræðikennarinn Inga Dóra Sigurðardóttir var tekjuhæsti Íslendingurinn árið 2020. Þetta kemur fram í Tekjublaði Stundarinnar sem kom út í morgun. Inga Dóra og eiginmaður hennar, Börkur Arnviðsson seldu hlutabréf sín í danska tæknifyrirtækinu ChemoMetec á síðasta ári og græddu ævintýralegar fjárhæðir. Börkur er einn af stofnendum danska fyrirtækisins. Sömu sögu er að segja af sonum þeirra tveimur, Unnsteini og Ásgeiri Barkarsonum, en þeir högnuðust hvor um rúmlega 250 milljónir á sölunni.
Stundin fer þá leið, ólíkt tekjublöðum DV og Frjálsar verslunar, að fínkemba alla álagningaskrá Ríkisskattstjóra og reikna út tekjur Íslendinga út frá því sem þeir greiddu í útvar og fjármagnstekjuskatt. DV og Frjáls verslun eru hins vegar með fyrirfram ákveðna lista einstaklinga og einblína aðeins á útsvarið og þar með mánaðarlaun fólks.
Samkvæmt áðurnefndu tekjublaði Stundarinnar eru þetta tíu tekjuhæstu Íslendingarnir í fyrra:
1. Inga Dóra Sigurðardóttir – 1.994.849.399
2. Ragnar Guðjónsson – 1.633.390.548
Útgerðarmaður
3. Pétur Björnsson – 1.457.466.712
Framkvæmdastjóri
4. Árni Oddur Þórðarson – 680.771.664
Samkvæmt tekjublaði DV var Árni Oddur með 37,4 milljónir í mánaðarlaun árið 2020 sem gera um 450 milljónir króna í árslaun. Þar að auki hefur hann haft um 230 milljónir króna í fjármagnstekjur.
5. Hinrik Kristjánsson – 659.904.641
Fyrrv. eigandi fiskvinnslunnar Kambs
6. Hjörleifur Þór Jakobsson – 578.887.252
Fjárfestir
7. Kristján Loftsson – 549.375.629
Kristján var með um 4,3 milljónir króna í mánaðarlaun samkvæmt Tekjublaði DV sem gera um 52 milljónir króna. Hann hafði þar að auki tæplega 500 milljónir króna í fjármagnstekjur.
8. Bergþór Jónsson – 546.437.140
Fjárfestir í byggingariðnaði
9. Fritz Hendrik Berndsen – 546.779.572
Fjárfestir í byggingariðnaði. Fritz var með 172 þúsund krónur á mánuði samkvæmt Tekjublaði DV eða rétt rúmar 2 milljónir króna í árslaun. Hann hefur því að auki haft um 545 milljónir króna í fjármagnstekjur.
10. Einar Benediktsson – 441.525.551
Fyrrv. eigandi og forstjóri Olís