Manchester United heimsækir Southampton í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag en líkur eru á að Jadon Sancho komi inn í byrjunarliðið.
United vann 5-1 sigur á Leeds í fyrstu umferð og kom Sancho inn af bekknum. Líklegt er talið að Daniel James fari á bekkinn og að Sancho byrji í fyrsta sinn.
Ensk blöð velta því svo fyrir sér hvort Rapahael Varane komi beint inn í byrjunarliðið á kostnað Victor Lindelöf, varnarmaðurinn hóf æfingar með United á mánudag.
Lindelöf var öflugur gegn Leeds en Varane var keyptur til þess að styrkja vörnina og fara inn í byrjunarliðið. Ole Gunnar Solskjær þarf því að taka erfiða ákvörðun.