Tveir Íslendingar léku í umspili um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld.
Alfons Sampsted lék allan leikinn fyrir norsku meistarana Bodö/Glimt sem sótti Zalgiris heim í fyrri leik liðanna. Leikið var á Vilniaus LFF vellinum í Litháen.
Zalgiris náði forystu á 7. mínútu með marki frá Tomislav Kis en Ulrik Saltnes skoraði tvö mörk með stuttu millibili í upphafi síðari hálfleiks og allt stefndi í útisigur Bodö. Pape Djibril Diaw jafnaði þó metin fyrir Zalgiris í uppbótartíma og 2-2 jafntefli staðreynd.
Jón Guðni Fjóluson lék allan leikinn í liði Hammarby sem beið 3-1 ósigur gegn Basel. Leikið var á St. Jakob vellinum í Sviss.
Arthur kom Basel í forystu á 30. mínútu en Abdulrahman Khalili, sem var nýkominn inn á sem varamaður, jafnaði metin fyrir Hammarby á 71. mínútu. Arthur gerði sér lítið fyrir og skoraði tvö mörk á síðustu þremur mínútum leiks og 3-1 sigur Basel staðreynd.
Lokatölur:
Zalgiris 2 – 2 Bodö/Glimt
1-0 Tomislav Kis (‘7)
1-1 Ulrik Saltnes (’49)
1-2 Ulrik Saltnes (’54)
2-2 Pape Djibril Diaw (’92)
Basel 3 – 1 Hammarby
1-0 Arthur (’30)
1-1 Abdulrahman Khalili (‘)
2-1 Arthur (’87)
3-1 Arthur (’90)