Kylian Mbappe leikmaður PSG er sterklega orðaður við Real Madrid en samningur hans við franska félagið er á enda eftir tæpt ár.
Möguleiki er á því að Real Madrid reyni að kaupa Mbappe í sumar en meiri líkur eru taldar á því að félagið klófesti hann frítt næsta sumar.
Radio Marca sem tengt er Real Madrid sterkum böndum gefur þeim sögum undir fótinn í dag og segir að Mbappe hafi nú þegar fest kaup á húsnæði í borginni.
Húsið sem Mbappe er sagður hafa keypt sér er í La Moraleja hverfinu sem er eftirsóttur staður fyrir efnamikið fólk
Samkvæmt spænskum miðlum vinnur Real Madrid út frá því að fá Mbappe frítt og reyna að fá Erling Haaland einnig frá Dortmund, það væri upphafið að nýju liði Real Madrid.