Liverpool hefur hafið viðræður við Mohamed Salah um nýjan samning en félagið er að framlengja við alla sína bestu menn.
Virgil van Dijk, Alisson Becker, Fabinho og Trent Alexander-Arnold hafa allir framlengt samninga sína í sumar og Jordan Henderson er á barmi þess.
Salah á tvö ár eftir af samningi sínum sem gefur honum 200 þúsund pund í laun á viku, Liverpool hefur boðið Salah að verða launahæsti leikmaður í sögu félagsins.
Liverpool er tilbúið að framlengja við Salah til 2025 en hann hefur verið jafn besti leikmaður félagsins síðustu ár.
Virgil van Dijk er launahæsti leikmaður félagsins í dag með 220 þúsund pund á viku en Salah stendur til boða að fá talsvert meira en það.