Manchester United goðsögnin Dennis Law hefur greinst með heilabilun. Frá þessu var greint í dag en Law er 81 árs gamall.
Law er frá Skotlandi og var á sínum yngri árum einn besti knattspyrnumaður í Evrópu, Sir Bobby Charlton sem myndaði eitrað teymi með Law er einnig með heilabilun.
„Þetta verður ekki auðvelt ferðalag fyrir þá sem elska mig mest,“ sagði Law um stöðu mála hjá sér en hann er með Alzheimer.
„Ég veit að vegferðin verður erfið, ég bið fólk um skilning og næði. Ég veit að heilinn mun gefa eftir og ég mun gleyma hlutum úr fortíðinni. Ég hef enga stjórn á því.“
„Ég veit hvað er að gerast og þess vegna vil ég útskýra mál mitt á meðan ég get það. Ég veit að það koma dagar þar sem ég mun ekki skilja hlutina og ég þoli þá hugsun mjög illa.“
Mikil umræða hefur átt sér stað á meðal knattspyrnufólks í Bretlandi, heilabilun knattspyrnumanna kemur ítrekað upp og hafa margir bent á það að höfuðhögg og að skalla boltann gæti skipað þar stórt hlutverk,.