fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Stórtíðindi frá Þýskalandi – Lewandowski vill burt frá Bayern

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 19. ágúst 2021 08:38

Lewandowski skoraði tvö mörk í kvöld / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Robert Lewandowski framherji FC Bayern vill ólmur fara frá félaginu og er þýska félagið meðvitað. Sky Sports segir frá þessu.

Bayern er meðvitað um ákvörðun pólska framherjans en vill fá 100 milljónir punda fyrir hann.

Lewandowski verður 33 ára um helgina en hann er ekki sagður setja mikinn þunga á Bayern að selja hann enda er samband hans við félagið gott.

Lewandowski gekk í raðir Bayern árið 2014 og hefur átt magnaðan feril hjá félaginu. Ljóst er að mörg félög hefðu áhuga á að krækja í hann.

Möguleiki er á að lið láti til skara skríða á næstu dögum áður en félagaskiptagluginn lokar. Manchester City leitar sér að framherja og erfiðlega hefur gengið að fá Harry Kane, möguleiki er á að félagið skoði þennan kost.

Lewandowski er algjör markavél en hann skoraði 56 mörk fyrir Bayern og landslið Póllands á síðustu leiktíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag