fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fókus

Tekjublað DV – Laun aktívistaáhrifavalda og fyrirlesara – Edda Falak lifir á loftinu og hart í ári hjá Öldu Karen

Fókus
Miðvikudaginn 18. ágúst 2021 12:00

Erna Kristín, Tara Margrét, Alda Karen og Edda Falak.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mismunandi eru störf áhrifavalda á Instagram og áherslur. Sumir áhrifavaldar eru með áherslu á heilsu, tísku eða líkamsrækt, svo dæmi séu tekin, á meðan aðrir nota vettvang sinn til að berjast fyrir eða vekja athygli á ákveðnum málum. Á Íslandi má finna nokkra svokallaða aktívistaáhrifavalda og fyrirlesara. Þar má helst nefna Ernu Kristínu Stefánsdóttur, sem er betur þekkt sem Ernuland, en hún hefur gert það að lífsviðurværi sínu að berjast gegn fitufordómum. Eins má nefna Eddu Falak, íþróttakonu og hlaðvarpsstjórnanda, sem berst fyrir alls konar málefnum. Meðal annars gegn drusluskömm og nauðgunarmenningu.

Þessa áhrifavalda má að sjálfsögðu finna í Tekjublaði DV sem kom út í dag, en í Tekjublaðinu má finna upplýsingar um laun 2.593 Íslendinga.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Alda Karen Hjaltalín (@aldakarenh)

Alda Karen Hjaltalín

Alda Karen Hjaltalín hefur vakið mikla athygli sem fyrirlesari og vakti sérlega athygli fyrir að segja fólki að kyssa peninga því það muni hjálpa fólki að halda peningnum. Hún hefur haldið námskeiðið Life Masterclass fyrir fullum Eldborgarsal í Hörpu. Hún skrifaði bókina Lífsbiblían ásamt Silju Björk Björnsdóttur, en bókin er byggð á námskeiði hennar. Einkunnarorð hennar eru: Þú ert nóg.

Svo virðist sem að hart hafi verið í ári hjá Öldu Karen á síðasta ári en miðað við greitt útsvar á síðasta ári má ætla að mánaðarlegar tekjur hennar séu  124.229 kr. 

Ernuland

Erna Kristín Stefánsdóttir, guðfræðingur og áhrifavaldur, er vel kunnug landsmönnum fyrir baráttu sína gegn fitufordómum og sem talsmaður jákvæðrar líkamsímyndar. Hún heldur reglulega fyrirlestra um jákvæða líkamsímynd og hefur skrifað tvær bækur um efnið.

Miðað við greitt útsvar á síðasta ári má ætla að mánaðarlegar tekjur hennar nemi 254.448 kr.

Tara Margrét Vilhjálmsdóttir

Tara Margrét er ötull talsmaður jákvæðrar líkamsímyndar og er óhrædd við að koma fram og berjast gegn fitufordómum.

Hún er félagsráðgjafi MA og formaður Samtaka um líkamsvirðingu.

Tara Margrét er með 972.335 kr. á mánuði miðað við greitt útsvar 2020.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Brynhildur Yrsa Valkyrja (@yrsa1977)

Brynhildur Yrsa Valkyrja Guðmundsdóttir

Brynhildur Yrsa Valkyrja hefur um árabil verið baráttukona gegn kynferðisofbeldi. Hún er einn af meðlimum aktívistahópsins Öfgar sem vakti landsathygli fyrir að deila frásögnum 32 kvenna um áreitni og ofbeldi sem þær máttu þola af hendi sama mannsins, en sá er talinn vera Ingó Veðurguð, en Öfgar hafa neitað að staðfesta um hvaða mann sögurnar eru og benda á að það sem máli skipti sé að allar konurnar 32 eigi það sameiginlegt að sami maður hafi brotið gegn þeim.

Brynhildur hefur hlotið viðurkenningar Stígamóta fyrir baráttu sína gegn ofbeldi. Hún er einnig leikskólakennari.

Miðað við greitt útsvar árið 2020 má ætla að mánaðarlegar tekjur hennar séu 854.938 kr.

Hulda Hrund Sigmundsdóttir

Hulda Hrund er baráttukona í aktívistahópnum Öfgar. Hún er einnig leikkona og handritshöfundur.

Hulda Hrund er með 215.173 kr. á mánuði miðað við greitt útsvar 2020.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Edda Falak (@eddafalak)

Edda Falak

Edda Falak er viðskiptafræðingur, íþróttakona, þjálfari, áhrifavaldur og annar stjórnandi og stofnandi vinsæla hlaðvarpsþáttarins Eigin Kvenna sem kom eins og stormsveipur á íslenskan hlaðvarpsmarkað í fyrra.

Edda hefur verið í samstörfum við fyrirtæki, eins og Bio Effect, Mjólkursamsöluna, bílaleigu, Artasan og Collab svo nokkur séu nefnd. Hún býður einnig upp á fjarþjálfunarprógrömm á StrongerWithEdda.com.

En hún virðist lifa á loftinu miðað við uppgefnar tekjur hennar árið 2020, en greitt útsvar hennar eru núll krónur.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by karlmennskan (@karlmennskan)

Þorsteinn V. Einarsson

Þorsteinn V. Einarsson er maðurinn á bak við vinsælu Instagram-síðuna Karlmennskan en síðan er með yfir 21 þúsund fylgjendur sem telst mjög gott. Þorsteinn berst gegn eitraðri karlmennsku og heldur reglulega fyrirlestra og er einnig með hlaðvarpsþáttinn Karlmennskan.

Miðað við greitt útsvar árið 2020 má ætla að mánaðarlegar tekjur hans séu 235.238 kr.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Ólöf Tara (@oloftara90)

Ólöf Tara Harðardóttir

Ólöf Tara er baráttukona í femíniska aðgerðahópnum Öfgar. Hún er einnig einkaþjálfari og næringarráðgjafi.

Ólöf Tara er með 559.028 kr. á mánuði miðað við greitt útsvar 2020.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“
Fókus
Í gær

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigríður Dögg í óheppilegum árekstri við hunangsflugu – Á lífi en særð eftir atganginn

Sigríður Dögg í óheppilegum árekstri við hunangsflugu – Á lífi en særð eftir atganginn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“