fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Aflýsa sólarlandaferðum vegna heimsfaraldursins

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. ágúst 2021 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegna heimsfaraldursins hafa íslensk flugfélög og ferðaskrifstofur aflýst sólarlandaferðum í sumar og haust. Heimsferðir hafa aflýst fjórum ferðum til Malaga og þremur til Alicante. Vita hefur aflýst fjórum ferðum til Krítar.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Tómasi J. Gestssyni, framkvæmdastjóra Heimsferða, að nokkuð hafi borið á því að fólk hafi vilja fresta ferðum en greinilegt sé að það ætlar að ferðast síðar. „Það hefur náttúrlega aðeins dregið úr eftirspurninni og svo hefur fólk viljað fresta ferðinni sinni. Þess vegna höfum við brugðið á það ráð að draga aðeins úr framboðinu,“ er haft eftir honum.

Hvað varðar þau flug sem hafa verið felld niður sagði hann að farþegum verði boðið upp á fulla endurgreiðslu en ef fólk afbóki flug sem verða farin eða vilji breyta þeim þá gildi ferðaskilmálar.

Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri Vita, sagði að reglur um að allir sem koma til landsins verði að framvísa neikvæðu PCR-prófi hafi neikvæð áhrif á bókanir. „Það hefur náttúrlega haft slæm áhrif og við mátum það þannig að þar sem þetta er stutt „season“ hjá okkur til Krítar að einbeita okkur að Alicante og Tenerife,“ sagði hann. Hann sagði að öllum, sem ætluðu í ferðirnar til Krítar, hafi verið boðin full endurgreiðsla eða inneign fyrir aðra ferð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu