fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
Fréttir

Fjórtán ára piltur sá föður sinn myrtan: Nokkrum dögum síðar hvarf hann sporlaust

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 16. mars 2018 21:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jacob Caldwell, fjórtán ára piltur í Ohio í Bandaríkjunum, varð vitni að skelfilegu atviki í fyrrasumar. Jacob, ásamt tveimur systkinum sínum, varð vitni að því þegar faðir hans, Robert Caldwell, var myrtur.

Robert var skotinn til bana á bílastæði í bænum Caldwell í ágúst í fyrrasumar. Aðeins sex dögum síðar hvarf Jacob sporlaust og hefur hann ekki sést frá þessum örlagaríka degi. Móðir Jacobs og fyrrverandi eiginkona Roberts, Tawney Caldwell, hefur verið ákærð fyrir morðið í ágúst ásamt öðrum manni, Sterling Roberts. Leikur grunur á að Tawney hafi skipulagt ódæðið og Sterling framið það.

Málið þykir býsna óhugnanlegt enda eru liðnir sjö mánuðir frá hvarfi Jacobs. Amma hans ætlaði að athuga með líðan hans kvöld eitt í ágúst í fyrrasumar en þá var hann horfinn. Tawney er talin búa yfir upplýsingum um son sinn en hefur ekki reynst samvinnufús í yfirheyrslum hjá lögreglu. Er jafnvel talið að hún hafi látið hann hverfa af ótta við að hann myndi bera vitni í hugsanlegu dómsmáli.

Sem fyrr segir hafa Tawney og Sterling verið ákærð fyrir morðið á föður Jacobs og gætu þau átt dauðarefsingu yfir höfði sér. Fjórir aðrir eru ákærðir í málinu en þáttur þeirra er talinn mun minni en hinna tveggja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Búa sig undir að Trump náði Derek Chauvin sem drap George Floyd – „Erum undirbúin undir hvað sem er“

Búa sig undir að Trump náði Derek Chauvin sem drap George Floyd – „Erum undirbúin undir hvað sem er“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní

Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hörmulegt atvik í Öxnadal – Sakfelldur fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi

Hörmulegt atvik í Öxnadal – Sakfelldur fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi