fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Ríkið græðir mikið meira á áfengi og tóbaki en af bankaskatti og veiðigjöldum – „Pælið aðeins í þessu“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 12. ágúst 2021 17:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vefsíðan opinberumsvif.is er nú komin í loftið en þar geta landsmenn séð lykiltölur um rekstur hins opinbera, hvaðan tekjurnar koma og hvert peningurinn fer.

„Mér finnst það skylda okkar allra sem störfum í stjórnkerfinu að leita leiða til að fara betur með skattfé. Það er ekki síður mikilvægt að fólk fái skýrar upplýsinga rum hvert peningarnir þeirra renna. Þannig höfum við t.d. breytt álagningarseðlum, þannig að fólk getur nú séð hvernig greiðslur skiptast í skatt og útsvar, sem og hvernig þær renna til ólíkra málaflokka. Vefurinn opinberumsvif.is er nýjasti liðurinn í þessari vegferð, þar sem sjá má svart á hvítu hvernig okkur gengur að ná endum saman,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í tilkynningu.

Afar athyglisvert er að skoða tölurnar inni á síðunni, sérstaklega þegar tekjur hins opinberlega eru skoðuð. Við sjáum nokkur áhugaverð dæmi um tekjur ríkissjóðs á síðasta ári.

 

En þarna sést að á síðasta árið þénaði ríkið rúmlega fjórfalt sinnum meira á áfengisgjaldinu heldur en af veiðigjaldinu. Meira að segja tóbaksgjaldið skilaði meiru í ríkiskassann en veiðigjöldin.

Að sama skapi má sjá að ríkið þénaði tvöfalt meira af áfengisgjaldinu en bankaskattinum. Kolefnisgjald skilaði rúmlega 3,4 milljörðum í ríkissjóð árið 2020, eða minna en bæði veiðigjöldin og tóbaksgjaldið.

Inn á vefsíðunni má einnig finna upplýsingar um eignir ríkisins og þar er áhugavert að sjá verðmæti eignarhluta ríkisins í fyrirtækjum og félögum á síðasta ári.  Þar sést að verðmæti eignarhluta ríkisins í Landsbankanum var töluvert meiri en eignarhlutinn í Seðlabankanum og að sama bragði var eignarhlutinn í Íslandsbanka í lok seinasta árs töluverður.

Hér má einnig sjá verðmæti eignarhluta ríkisins í nokkrum fyrirtækum til viðbótar

Vefsíðan hefur þegar náð athygli netverja. Þingmennirnir Logi Einarsson, Andrés Ingi Jónsson og Helga Vala Helgadóttir hafa öll deilt skjáskotum af síðunni til að benda á áhugaverðan samanburð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Julian McMahon látinn
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun