fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
Eyjan

Sanna segir sveitarfélögin skulda strætóbílstjórum pening – „Þetta eru afleiðingar útvistunar“

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 10. ágúst 2021 16:30

Sanna Magdalena Mörtudóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, bendir á áhugaverðan punkt í stuttri færslu sem birtist á Facebook. Umfjöllunarefnið eru laun Strætóbílstjóra og útvistun.

Útvistun er þegar fyrirtæki fær undirverktaka til að sjá um verkefni sem starfsmenn þess hafa áður séð um. Sanna bendir á að þeir vagnstjórar sem séu á vegum Kynnisferða séu með lægri grunnlaun en þeir sem eru ráðnir beint hjá Strætó.

„Grunnlaun hjá vagnstjórum Kynnisferða sem aka fyrir Strætó bs. eru 360.898 kr.

Grunnlaun hjá vagnstjórum sem eru ráðnir beint inn í gegnum Strætó bs. og eru hjá Sameyki eru 398.424 kr.

Þetta eru afleiðingar útvistunar. Fólk sem sinnir sömu vinnu fær ekki greitt sömu laun fyrir sömu störf og þarf að vinna lengur fyrir minna kaup. “

Sanna segir sveitarfélögin ábyrg fyrir þessu, og segir þau skulda strætóbílstjórum pening.

„Ábyrgðin er sveitarfélaga. Stætó bs. skuldar vagnstjórum tæpar 40 þúsund á mánuði, samtals um 450 þúsund á ári. Burt með útvistun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Af hverju hatar Trump Evrópu?

Thomas Möller skrifar: Af hverju hatar Trump Evrópu?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Örn Bárður Jónsson: Sagði allt til sölu á Íslandi – Davíð fyrtist við og hjólaði í biskup

Örn Bárður Jónsson: Sagði allt til sölu á Íslandi – Davíð fyrtist við og hjólaði í biskup
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal