fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

„Ég gerði mistök“ segir Bill Gates

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 6. ágúst 2021 06:50

Bill Gates er ekki á flæðiskeri staddur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í maí tilkynntu Bill og Melinda Gates að þau ætluðu að skilja eftir 27 ára hjónaband. Á mánudaginn gekk skilnaðurinn í gegn. Bill Gates ræddi við Anderson Cooper, fréttamann hjá CNN, um skilnaðinn og fleira í vikunni.

Aðspurður um líðan sína sagði Bill að skilnaðurinn markaði sorgleg tímamót. Melinda væri góð manneskja og það að binda enda á hjónaband þeirra hefði mikla sorg í för með sér. „Við tölum saman og vinnum saman í sjóðnum og við munum reyna að halda því áfram,“ sagði og átti þar við samstarf þeirra í mannúðarsjóði þeirra, Bill and Melinda Gates Foundation.

Cooper fór síðan inn á umfjallanir New York Times og Wall Street Journal um að Melinda hafi haft áhyggjur af því að Bill umgekkst barnaníðinginn Jeffrey Epstein sem hafði þá hlotið dóm fyrir að hafa selt unglingsstúlku í vændi. „Getur þú útskýrt samband þitt við Epstein? Hafðir þú áhyggjur af því?“ spurði Cooper.

„Auðvitað. Ég snæddi oft með honum því ég vonaðist til þess að það sem hann sagði um að gefa milljarða til mála tengdum alþjóðarheilbrigðismálum myndi rætast en þegar það stefndi í að ekkert yrði af því sleit ég þessu,“ svaraði Bill og bætti við: „En það voru mikil mistök að umgangast hann og veita honum trúverðugleika með nærveru minni. Það voru margir aðrir í þessari sömu stöðu en ég gerði mistök.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fékk áfall þegar hún sá myndbandið í tölvu kærastans – „Þessi hræðilegi maður eyðilagði allt“

Fékk áfall þegar hún sá myndbandið í tölvu kærastans – „Þessi hræðilegi maður eyðilagði allt“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju