fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Stuttur tími mun gefast til utankjörfundaratkvæðagreiðslu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 6. ágúst 2021 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþingiskosningar eiga að fara fram 25. september næstkomandi en enn liggur ekki fyrir hvenær utankjörfundaratkvæðagreiðsla getur hafist þar sem kjördagur hefur ekki verið auglýstur formlega. Sýslumenn eru samt sem áður farnir að undirbúa utankjörfundaratkvæðagreiðslu en tíminn sem mun gefast til hennar verður í styttra lagi miðað við áður.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Hefja má atkvæðagreiðslu átta vikum fyrir kjördag en þar sem kjördagur hefur ekki verið auglýstur og þing ekki rofið er ekki hægt að hefja hana. Þing verður ekki rofið síðar en 12. ágúst ef kjósa á 25. september þar sem ekki mega líða meira en 45 dagar frá því að þing er rofið þar til kosið er.

Fréttablaðið hefur eftir Sigríði Kristinsdóttur, hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, að utankjörfundaratkvæðagreiðsla geti hafist daginn eftir að þing verður rofið. Ef það verður gert 12. ágúst og kosið 25. september verður aðeins hægt að greiða utankjörfundaratkvæði í sex vikur. Sigríður sagði að undirbúningur sé hafinn og að í næstu viku fundi sýslumenn og dómsmálaráðuneytið um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi