fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fréttir

Tekjumet í Vaðlaheiðargöngunum í júlí

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 4. ágúst 2021 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýliðnum júlí var tekjumet sett í Vaðlaheiðargöngunum en þá fóru tekjurnar yfir 100 milljónir og er það í fyrsta sinn frá opnun ganganna sem tekjurnar fara yfir 100 milljónir í einum mánuði. Um 4.100 bílar fóru um göngin og Víkurskarð á degi hverjum að meðaltali

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að 74% af ökumönnunum hafi valið að aka í gegnum göngin. Erlendir ferðamenn styðjast mikið við leiðsöguforrit sem beina þeim frekar í Víkurskarð en göngin en þau koma ekki alltaf upp í leiðsöguforritum eða ferðahandbókum sem margir erlendir ökumenn nota.

„Í júlí var ellefu prósentum meiri umferð um göngin en í sama mánuði árið 2019 þegar það var ekkert Covid,“ sagði Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga. Hann sagði að júlí hafi verið frábær, bæði tekjulega og veðurfarslega. „Allt hefur gengið snurðulaust fyrir sig. Enginn bilaður bíll eða neitt slíkt í miðjum göngum. Það voru reyndar kantljós að bila rétt áðan en það verður gert við þau fljótlega. Umferðin gekk fínt allan mánuðinn og við erum í raun mjög sáttir enda höfum við aldrei náð mánaðartekjum yfir 100 milljónum,“ sagði hann.

Toppurinn í umferð um göngin náðist í viku 29 en það er viku fyrr en venjulega. „Þá færði sólin sig aðeins suður þó hún sé komin aftur núna norður. Það var nóg til að fólk tók upp tjaldhælana og færði sig. Allur júlímánuður var stígandi fyrir utan síðustu viku þegar umferðin var rólegri,“ sagði Valgeir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Forsjárlaus 16 ára unglingur dæmdur fyrir ítrekaðar líkamsárásir gegn strætóbílstjóra

Forsjárlaus 16 ára unglingur dæmdur fyrir ítrekaðar líkamsárásir gegn strætóbílstjóra
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Framsóknarmenn vilja að veitt verði leyfi til að skjóta álftir – Hafa verið friðaðar í 112 ár

Framsóknarmenn vilja að veitt verði leyfi til að skjóta álftir – Hafa verið friðaðar í 112 ár
Fréttir
Í gær

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“
Fréttir
Í gær

Sérsveitin send inn í ranga íbúð

Sérsveitin send inn í ranga íbúð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlédís gagnrýnir gellupólitík – „Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag“

Hlédís gagnrýnir gellupólitík – „Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leikskólastarfsmaður játaði líkamsárás gegn fjögurra ára barni – Þurfti að líma höfuðið saman

Leikskólastarfsmaður játaði líkamsárás gegn fjögurra ára barni – Þurfti að líma höfuðið saman
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Báru kennsl á byssumanninn á frægri ljósmynd með gervigreind – Nokkuð óvænt kom í ljós

Báru kennsl á byssumanninn á frægri ljósmynd með gervigreind – Nokkuð óvænt kom í ljós