fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Kynning

Plaköt af verkum Samúels til sölu til uppbyggingar Samúelssafnsins í Selárdal: Hans var aldrei getið í íslenskri listasögu

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 23. júlí 2021 15:07

Um er að ræða sex mismunandi plaköt með myndum af verkum Samúels.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félag um endurreisn listasafns Samúels Jónssonar í Selárdal var stofnað þann 4. apríl 1998. Tilgangur félagsins er að stuðla að endurreisn og viðhaldi á listaverkum og byggingum Samúels Jónssonar (1884-1969) í Selárdal við Arnarfjörð og kynna verk Samúels innan lands sem utan. Hefur félagið nú staðið að viðgerðum og endurbótum í rúm 20 ár.

Húsið og kirkjan eru orðin glæsileg núna eftir tuttugu ára uppbyggingu.

Byggingar Samúels og höggmyndagarður voru hans síðustu verk og hefur staðnum nú verið breytt í safn um verk hans. Samúel bjó í Selárdal um 22ja ára skeið lengstum einn síns liðs og fór hann ekki af stað að byggja kirkju, listasafn og skúlptúra fyrr en hann loksins fékk ellilífeyri. Þá gat hann keypt sér sement til verksins og gefið sér tíma til að sinna hugðarefnum sínum og listsköpun sem fram að þessu urðu að víkja fyrir bústörfum og brauðstriti.

Samúelssafnið fyrir uppbyggingu. Það hefur tekið rúmlega 20 ár að koma húsunum í samt horf aftur.

Aldrei getið í íslenskri listasögu

Öll verk Samúels bera honum fagurt vitni og var hann víða þekktur fyrir hæfileika sína sem hann átti í ríkum mæli. Hans er þó hvergi getið í ritum um íslenska listasögu. Þó gerðu margir sér leið út í Selárdalinn til að líta eigin augum verk Samúels sem voru þar til sýnis eins og hver önnur fullgild listaverk. Samúel málaði fjölmörg olíumálverk og landslagsmyndir. Hann gerði sér högglistagarð, skar út í tré og gerði einnig líkön, m.a. af Péturskirkjunni í Róm og af indversku musteri. Þessi líkön voru listavel gerð úr hundruðum ef ekki þúsundum smáhluta og duldist engum að bak við þessi líkön voru margar vinnustundir, þolinmæði og djúpstæð sköpunargleði. Samúel gerði hinsvegar ekki víðreist um dagana. Til annarra landa hafði hann aldrei komið en studdist við myndir úr bókum og póstkort við listsköpun sína.

Hér situr Samúel fyrir við líkan sitt af Péturskirkjunni í Róm.
Vinstra megin er Taj Mahal og Gullna hofið í Delhi til hægri.

Plaköt fást í fyrsta sinn

Listasafns Samúels Jónssonar í Selárdal hefur hafið útgáfu á plakötum í takmörkuðu upplagi sem verða til sölu á Listasafninu í Selárdal og í netsölu til styrktar þeirri uppbyggingu sem hefur staðið þar yfir í tæp 30 ár á verkum og húsum Samúels í Brautarholti. Gefnar verða út sex mismunandi útgáfur af plakatinu þetta árið, en stefnt er að því að gefa árlega út plaköt með mismunandi þemum með áherslu á verk og byggingar Samúels. Hefur það verið markmið safnsins að hanna og framleiða eigin minjagripi. Síðastliðin ár hefur safnið látið gera ýmiskonar minjagripi til styrktar uppbyggingunni að Brautarholti. Vandað var til þessarar plakataútgáfu og eru ljósmyndirnar eftir Kára G. Schram og hönnun eftir Elísu Björk Schram. Plakötin eru í góðum merktum geymsluhólk sem þægilegt er að taka í bílinn fyrir vestan eða gefa sem gjöf og senda með pósti innanlands jafnt sem erlendis. Viljum við að lokum þakka þeim sem hjálpuðu okkur við að koma þessu í verk, m.a. Litrófi fyrir frábæra prentun.

Hægt er að nálgast plakötin í heild sinni á facebook síðu Listasafns Samúels.
Pantanir er hægt að senda á icedoc@isl.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7