fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Sakamál: Stærðfræðikennarinn sem hvarf

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 17. júlí 2021 20:30

Colleen Ritzer. Youtube-skjáskot.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danvers er bær í Massachusetts, stutt frá frá Boston. Þrátt fyrir að vera sjálfstætt bæjarfélag virkar Danvers meira eins og úthverfi frá Boston, þar sem millistéttarfjölskyldur eru í meirihluta íbúa. Hér áður fyrr gekk staðurinn undir nafninu Salem Village, sem var vettvangur frægra réttarhalda yfir meintum galdranornum seint á 17. öld.

Framhaldsskólinn (High School) í Danvers þykir góður. Meðal kennara rétt fyrir og fram á árið 2013 var Colleen Ritzer, 24 ára gömul kona sem kenndi stærðfræði og hafði mikla ástríðu fyrir kennslunni. Colleen var gífurlega vinsæll kennari sem tengdist nemendum sterkum böndum enda lagði hún sig fram við að láta alla blómstra og hikaði ekki við að bjóða nemendum sem áttu erfitt uppdráttar í stærðfræðinni upp á gjaldfrjálsa aukatíma.

Þann 22. október skilaði Colleen sér ekki heim eftir vinnudaginn. Það var afar ólíkt henni, sem og að láta ekki vita af sér. Eiginmaður hennar reyndi árangurslaust að hringja í hana. Um kvöldið hafði hvorki hann né aðrir ástvinir Colleen náð í hana og þá var hvarf hennar tilkynnt til lögreglu sem lýsti eftir henni.

En það var líka lýst eftir nemanda við skólann, hinum 14 ára gamla Philip Chism, sem hafði ekki skilað sér heim og fjölskylda hans hafði miklar áhyggjur af honum. Philip hafði nýlega flutt með fjölskyldu sinni til Danvers frá Clarksville í Tennessee og var fremur feiminn. Gekk honum illa að fóta sig félagslega í skólanum og leið ekki vel.

 

Philip Chism. Youtube-skjáskot

 

 

Atburðarásin blasti við í öryggismyndavélum

Philip kom þó í leitirnar er leið á kvöldið en hann hafði farið einn í bíó. Í ljós kom að Philip hafði verið í aukakennslu hjá Colleen eftir að kennsludegi lauk.

Rannsókn lögreglu á skólahúsnæðinu og gögnum í öryggismyndavélum leiddi óhugnanlega atburðarás í ljós. Öryggismyndavélar sýndu Colleen koma út úr kennslustofunni, fara eftir skólaganginum og inn á salerni. Stuttu síðar sést Philip kom fram á ganginn og fara inn á salernið. Nokkru síðar kemur hann út af salerninu og hefur þá skipt um föt.

Á salerninu fundust blóðblettir. Öryggismyndavélar sýndu ennfremur Philip aka ruslatunnu á hjólum út af skólalóðinni og inn í skóglendi skammt frá. Þar fann lögregla líkið af Colleen Ritzer. Hún hafði verið skorin á háls og henni hafði verið nauðgað.

Yfirheyrslur yfir Philip leiddu í ljós að hann hafði nauðgað kennaranum sínum og myrt hana inni á salerninu en farið með líkið af henni í ruslatunnu út í skóglendið og skilið það eftir þar.

Hjá líkinu var pappírsblað sem á var skrifað: „Ég hata ykkur öll.“

Undirbjó glæpinn

Í yfirheyrslum bar Philip við að hann hefði tryllst þegar Colleen spurði hann út í bakgrunn hans í Tennessee. Annar nemandi sem var í aukatímanum bar við að Philip hefði augljóslega komist í uppnám við spurninguna og Colleen hefði þá freistað þess að breyta um umræðuefni.

En þetta stóðst ekki sem morðástæða. Philip hafði komið með morðvopnið með sér í skólann, en það var flugbeittur dúkahnífur, og hann hafði komið með aukafötin með sér sem hann klæddi sig í eftir morðið.

Ljóst var að morðið hafði verið framið af yfirlögðu ráði en ekki í stundaræði.

Þungur dómur

Verjendur hins unga morðingja lögðu fram honum til málsvarnar slæmt andlegt ástand hans og erfiða stöðu í lífinu, til dæmis vinaleysi. Saksóknari sagðist ekki draga í efa að Philip væri andlega veikur og þyrfti hjálp. Það breytti því ekki að hann hefði verið sér fyllilega meðvitaður um gjörðir sínar og afleiðingar þeirra.

Í gæsluvarðhaldinu réðst Philip á kvenkynsfangavörð og reyndi að myrða konuna. Vinnufélagar hennar komu henni til varnar og björguðu lífi hennar. Þótti þetta sýna að þessi 14 ára drengur var fullur af reiði og hatri í garð kvenna.

14 ára gömul börn eru sakhæf í Masschusetts-fylki. Ástand Philips Chism þótti ekki uppfylla skilyrði um ósakhæfi vegna geðrænna vandamála og var hann því metinn sakhæfur. Var hann dæmdur í 40 ára fangelsi fyrir morð og nauðgun á Colleen Ritzer.

Dómur féll árið 2016 en glæpurinn var framinn haustið 2013. – Þess má geta að Philip hefur enn ekki verið dæmdur fyrir árásina hættulega á fangavörðinn en hefur verið ákærður fyrir hana. Fyrirsjáanlegt er að dómurinn verði þyngdur yfir honum vegna þess máls.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Klípan sem allir Íslendingar lenda í – Á að gefa þjórfé eða ekki?

Klípan sem allir Íslendingar lenda í – Á að gefa þjórfé eða ekki?
Fókus
Í gær

Sagan á bak við Frank Mills

Sagan á bak við Frank Mills
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað varð um leikkonuna úr Shining sem sneri baki við Hollywood? – „Ég var stjarna“

Hvað varð um leikkonuna úr Shining sem sneri baki við Hollywood? – „Ég var stjarna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði