fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Ráðherrar grilla ofan í gesti Kótelettunnar

Bjarki Sigurðsson
Laugardaginn 10. júlí 2021 09:27

Guðni Th Jóhannesson, forseti Íslands, grillaði ofan í gesti Kótelettunnar síðast þegar hátíðin var haldin en í ár verða ráðherrar í þessu hlutverki.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölskyldu og tónlistarhátíðin Kótelettan verður haldin á Selfossi nú um helgina. Kótelettan er nú haldin í ellefta skipti og er löngu orðin árviss viðburður.

„Það er mikil eftirvænting í loftinu og það stefnir í frábæra hátíð. Við urðum við að fresta Kótelettunni í fyrra vegna Covid og því má segja að það sé tvöföld spenna fyrir hátíðinni nú. Music Festival Kótelettunnar verður að venju haldin við Hvíta húsið á Selfossi með bæði úti- og innisvið. Hátíðin verður einstaklega glæsileg í ár þar sem frábær hópur tónlistarmanna stígur á stokk og ætti því enginn að láta þessa veislu framhjá sér fara. Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna í samstarfi við Mömmumat, SS og Kjarnafæði verður með sína árlegu sölu á kótelettum á laugardag milli kl 13-16 á Kótelettunni BBQ Festival og þar geta landsmenn nælt sér í ljúffengar kótelettur og styrkt gott málefni í leiðinni,“ segir Einar Björnsson, framkvæmdastjóri hátíðarinnar.

Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra verða sérstakir aðstoðargrillarar ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Oddnýju Harðardóttur, Guðna Ágústssyni og BBQ kónginum.

Hátíðin hefur aldrei verið glæsilegri að sögn Einars en hátt í 20 tónlistarmenn- og konur munu koma fram á tveim sviðum við Hvíta húsið á Selfossi. Páll Óskar, Bríet og Herra Hnetusmjör munu troða upp á tónlistarhátíð Kótelettunnar og auk þeirra þriggja munu Stuðlabandið, Sprite Zero Klan, Love Guru, GDRN ásamt hljómsveit, Jói Pé & Króli, DJ Rikki G auk fjölda annara stíga á stokk á hátíðinni. Þá verða markaðir starfræktir eins og áður á hátíðinni og mikil og góð barandagskrá þar sem Sveppi, Benedikt Búálfur, íþróttaálfurinn og Solla stirða stíga á stokk. Gestir á hátíðinni geta kynnt sér flottustu grillin og allt það besta á grillið frá íslenskum framleiðendum í sumar á Stóru grillsýningunni sem verður á sínum stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Dóra Björt yfirgefur Pírata og gengur í Samfylkinguna

Dóra Björt yfirgefur Pírata og gengur í Samfylkinguna
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Líflegar umræður eftir að Stefán Máni sagði það pólitískan réttrúnað að segja „gleðilega hátíð“ – „Þetta er innflutt tuð“

Líflegar umræður eftir að Stefán Máni sagði það pólitískan réttrúnað að segja „gleðilega hátíð“ – „Þetta er innflutt tuð“
Fréttir
Í gær

Verulega ósátt við Heiðu – Segja hana hafa breytt reglum upp á sitt eindæmi

Verulega ósátt við Heiðu – Segja hana hafa breytt reglum upp á sitt eindæmi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Magnaðir hlutir hafa gerst eftir að hetjan í Ástralíu var nafngreind

Magnaðir hlutir hafa gerst eftir að hetjan í Ástralíu var nafngreind
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“