fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Eyjan

Frambjóðandi Samfylkingarinnar tætir í sig Áslaugu Örnu og Katrínu Jakobsdóttur

Bjarki Sigurðsson
Fimmtudaginn 8. júlí 2021 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Páll Jóhannsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, er afar ósáttur með útlendingastefnu ríkisstjórnarinnar og notar atvikið sem átti sér stað á skrifstofu Útlendingastofnunar sér til stuðnings.

Þar voru tveir palestínskir menn fengnir til að koma að sækja bólusetningaskírteini sín en þegar þeir komu voru þeir handteknir af lögreglu. Þeim hefur báðum verið vísað úr landi.

„Stjórnmálamenn bera stundum fyrir sig að þeir geti ekki tjáð sig um einstök mál. En það er einmitt í einstöku málunum sem stjórnarstefnan birtist svart á hvítu. Atburðir undanfarinna daga eru birtingarmynd þeirrar hörðu útlendingastefnu sem er rekin á vakt ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur,“ segir Jóhann í pistli sem hann skrifar á Vísi.

Fyrr í sumar voru sömu menn hraktir á götuna og sviptir fæði og húsnæði þar sem þeir neituðu að gangast undir Covid-próf sem er skilda fyrir inngöngu inn í Grikkland. Einnig var kona sem var langt gengin með barn send í flug úr landi, þvert gegn læknisráði. Með báðum aðgerðunum braut Útlendingastofnun lög.

„Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur yfirstjórnunar- og eftirlitsskyldur gagnvart stjórnsýslu útlendingamála en grípur ekki í taumana heldur viðheldur hörkunni og leggur fram frumvarp um að herða útlendingastefnuna enn frekar,“ segir Jóhann og bætir við að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki fengið mýkri og nútímalegri ásýnd með auknu kjöri frjálslyndra Sjálfstæðismanna.

Hann segir að það sé ekkert frjálslynt að koma fram við hælisleitendur líkt og gert er hér á landi.

„Á næsta kjörtímabili þarf að vinda ofan af lögleysunni sem viðgengst í stjórnsýslu útlendingamála og taka fyrirkomulagið til rækilegrar endurskoðunar með mannúð og sanngirni að leiðarljósi. Mannvonskan sem hefur viðgengist gagnvart umsækjendum um alþjóðlega vernd undanfarin ár sýnir að núverandi stjórnarflokkum er ekki treystandi til að leiða það verkefni. Við þurfum að lofta út,“ segir Jóhann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

David endar á Ítalíu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr spenntur fyrir málþófinu í dag – „Ég veit að það er mikil spenna yfir því að minnsta kosti innanhúss“

Jón Gnarr spenntur fyrir málþófinu í dag – „Ég veit að það er mikil spenna yfir því að minnsta kosti innanhúss“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“