fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Sá sem mundaði hlaðna skammbyssu í Samhjálp réðst einnig á mann með hnífi á Sushi Social í apríl

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 30. júní 2021 19:17

Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem nú er í haldi lögreglu eftir að hafa ógnað gestum á Kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni með hlaðinni skammbyssu var einnig handtekinn fyrir stórhættulega hnífstunguárás á veitingastaðnum Sushi Social í byrjun aprílmánaðar.

Ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir manninum eftir hnífstunguárásina og hefur hann gengið laus síðan eða allt þar til hann var handtekinn á flótta við Sæbraut í gær. Hann á talsverðan sakaferil að baki, meðal annars vegna fíkniefna- og ofbeldisbrota

Gestum á veitingastaðnum Sushi Social þann 7. apríl síðastliðinn var verulega brugðið þegar harkaleg slagsmál brutust út á staðnum. Afleiðingar slagsmálanna urðu þær að einn einstaklingur varð fyrir fjölmörgum stungusárum. Sárin reyndust þó ekki lífshættuleg.  Árásin náðist upp á myndband sem fór í hraða dreifingu á samfélagsmiðlum og síðar fjölmiðlum.

Árásarmaðurinn, karlmaður rétt yfir þrítugt, var handtekinn skömmu síðar.  Nokkra athygli vakti að ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir manninum og var honum sleppt að lokinni yfirheyrslu. Ekki var talin þörf á því á grundvelli almannahagsmuna enda taldist málið að mestu upplýst.

Síðan hefur hnífstungumaðurinn gengið laus en tæpum þremur mánuðum síðar ruddist hann, eins og áður segir, með hlaðna skammbyssu inn á Kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni og ógnaði viðstöddum.

Þrá­inn Bj. Farest­veit, fram­kvæmda­stjóri Vernd­ar áfanga­heim­il­is fyr­ir fanga, var á vettvangi og sagði í samtali við Morgunblaðið að hans upplifun hafi verið á þá leið að maðurinn væri mættur til markvissra aðgerða með byssuna að vopni. Staðan sem upp kom hafi verið verulega ógnandi en ekki liggi fyrir hver hafi verið hugsanlegt skotmark árásarinnar.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“
Fréttir
Í gær

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni
Fréttir
Í gær

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug
Fréttir
Í gær

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?