fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

Átök í samfélagi hundaræktenda: „Þetta fer af stað út af öfund í minn garð yfir velgengni minni“

Erla Hlynsdóttir
Mánudaginn 28. júní 2021 16:05

Schäferhundur. Mynd/Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hundaræktunarfélag Íslands (HRFÍ) hefur svipt schäferhunda úr þremur gotum Gjósku ræktunar ættbókum sínum þar sem vafi leikur á ætterni þeirra. Ekki er hægt að rækta undan þessum hundum að svo komnu máli undir merkjum HRFÍ. Almennt verð á schäferhvolpum er nú á bilinu 350-450 þúsund krónur.

Eigendur níu hunda frá schäferhundaræktuninni Gjósku hafa fengið boð í DNA-próf fyrir hundana vegna þessa.

Í fundargerð stjórnar HRFÍ frá 7. júní segir að beðið hafi verið um DNA greiningar úr þremur gotum:

„Í ljós kom að í einu gotinu er klárt að ættbókarskráning er röng, og verður það got svipt ættbókum. Í hinum tveimur gotunum er ekki hægt að staðfesta ætterni, og sér stjórn ekki annan kost í stöðunni en að ógilda ættbækur þeirra líka. Stjórn þykir leitt að þurfa að beita þessum viðurlögum, en þar sem ættbækur hunda sem ræktaðir eru innan HRFÍ eru eign félagsins, og vafi gæti leikið á ætterni sér hún ekki annan kost í stöðunni. Verði ætterni hundanna staðfest með fullnægjandi hætti getur stjórn ákveðið að færa þá aftur í ættbók félagsins. Afkvæmi þessara hunda munu fá viðauka-ættbók sem þýðir að ekki er hægt að hægt að nota í þau ræktun eða skrá á sýningar nema með sérstakri undanþágu stjórnar HRFÍ þar til staðfesting fæst á ætterni foreldra þeirra,“ segir í fundargerð.

DV hefur fengið staðfestingu á að þarna sé um Gjósku ræktun að ræða.

Ræktunarnafnið Gjósku er í eigu Örnu Rúnarsdóttur sem hefur ræktað Íslenskan fjárhund síðan 1997 og Schäfer síðan 2003.

Arna segir í samtali við DV að málið sé stormur í vatnsglasi. „Þetta fer af stað út af öfund í minn garð yfir velgengni minni. Allir hundarnir eru búnir að fara í DNA próf og niðurstöðu er að vænta eftir tvær til þrjár vikur. Þá verður staðfest að allar skráningar eru réttar,“ segir hún og lætur engan bilbug á sér finna.

Síðhærðir þykja krúttlegri

Arna segir að þarna sé um þrjú got að ræða undan sömu tík sem er síðhærð, en hún hafi verið pöruð með stutthærðum rökkum. „Síðhærður Schäfer er í raun genagallaður og ekki nema um tíu ár síðan leyft var að rækta undan þeim. Síðhærðu hundarnir eru hins vegar mjög vinsælir og þykja miklu krúttlegri en þessir stutthærðu.“

Spurð út í þá fullyrðingu í fundargerð HRFÍ að „… í einu gotinu er klárt að ættbókarskráning er röng“ segir Arna þarna einfaldlega um rangt orðalag að ræða. „Það bara vantaði staðfestingu á DNA frá móðurinni og sú staðfesting er á leiðinni.“

Ekki náðist tal af framkvæmdastjóra HRFÍ við vinnslu fréttarinnar.

Sjá nánar um síðhærðan Schäfer á vef Schäferdeildar HRFÍ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fékk þungan dóm fyrir að skjóta 3 vikna dóttur sína til bana með lásboga

Fékk þungan dóm fyrir að skjóta 3 vikna dóttur sína til bana með lásboga
Fréttir
Í gær

Jónas Már segir kolröng skilaboð send til barna – „Ekki minnist ég að hafa séð svona skilti í minni æsku“

Jónas Már segir kolröng skilaboð send til barna – „Ekki minnist ég að hafa séð svona skilti í minni æsku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Taldi sig vera í ástarsambandi við Chat GPT botta – Réðist á lögreglumenn og var skotinn til bana

Taldi sig vera í ástarsambandi við Chat GPT botta – Réðist á lögreglumenn og var skotinn til bana
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gunnar fyrirgaf morðingja móður sinnar – „Var nýbúin að segja mér að hún væri bara reiðubúin að fara“

Gunnar fyrirgaf morðingja móður sinnar – „Var nýbúin að segja mér að hún væri bara reiðubúin að fara“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmæla sölu félagsheimilisins Hnitbjarga – Tvöfaldur íbúafjöldinn skrifað undir undirskriftalista á einum degi

Mótmæla sölu félagsheimilisins Hnitbjarga – Tvöfaldur íbúafjöldinn skrifað undir undirskriftalista á einum degi