fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

Courtney Love sakar nýjustu stórstjörnu Hollywood um stuld

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 28. júní 2021 16:30

Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gruggarinn Courtney Love hefur nú sakar nýstirnið Oliviu Rodrigo um að hafa hermt eftir plötuumslagi sínu og kallar hún athæfið „dónalegt“ og segist vera „brjáluð“ vegna þessa.

Courtney Love var aðalsöngkona grugg hljómsveitarinnar Hole. Hún og eiginmaður hennar heitinn, Kurt Cobain söngvari hljómsveitarinnar Nirvana, voru áberandi snemma á tíunda áratugnum í grugg senunni sem þá tröllreið tónlistarheiminum.

Olivia Rodrigo er ein vinsælasta stjarna Hollywood í dag. Hún hefur gefið út hverja smáskífuna á fætur annarri sem allar hafa slegið í geg, og gaf nýlega út sína fyrstu breiðskífu sem hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda og trónað á toppi vinsældalista frá útgáfu.

Courtney hefur nú sakað Oliviu opinberlega um að hafa stolið plötuumslagshönnun  Hole.

Hún deildi mynd af Oliviu á Instagram og skrifaði: „Komið auga á muninn #twinning.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Courtney Love Cobain (@courtneylove)

Olivia deildi nýlega myndinni til að auglýsa tónleikamynd sem kemur út á morgun.

Courtney virðist þykja of mikil líkindi með mynd Oliviu og umslagi plötunnar  Live Through This  með Hole sem kom út árið 1994. Á báðum myndunum eru konurnar með kórónu, augnfarða sem lekur og halda á blómvendi – líkt og drottningar lokaballs menntaskólanna í Bandaríkjunum (e.Prom queen)

Olivia svaraði Instagram-færslu Courtney. „Elska þig og lifi mig í gegnum þetta svo mikið.“

Courtney svaraði henni til baka og benti henni á hvar uppáhalds blómabúðin hennar væri og sagðist hlakka til að lesa miðann frá henni.

Courntey tjáði sig enn frekar um málið á Facebook og sagði að þetta allt saman væri „dónalegt“ og gerði hana „brjálaða.“

Hún spurði einnig „kennir Disney krökkum ekki að lesa og skrifa? Það má guð vita. Sjáum til.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fastus vann stærsta sjúkrabílaútboð á Íslandi

Fastus vann stærsta sjúkrabílaútboð á Íslandi
Fréttir
Í gær

Myndaði konur á salerni heimilis síns – Ákærður fyrir kynferðisbrot

Myndaði konur á salerni heimilis síns – Ákærður fyrir kynferðisbrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný könnun sýnir djúpa gjá á milli vestur- og austurhluta Reykjavíkur – Sjálfstæðisflokkurinn höfðar ekki til ungra kjósenda

Ný könnun sýnir djúpa gjá á milli vestur- og austurhluta Reykjavíkur – Sjálfstæðisflokkurinn höfðar ekki til ungra kjósenda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Taldi sig vera í ástarsambandi við Chat GPT botta – Réðist á lögreglumenn og var skotinn til bana

Taldi sig vera í ástarsambandi við Chat GPT botta – Réðist á lögreglumenn og var skotinn til bana