fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

Gísla blöskraði þegar hann sá hvað bensínlítrinn kostaði – „Eigum ekki að láta bjóða okkur svona, þó við búum í Breiðholtinu“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 26. júní 2021 14:44

Það er skotur á bensíni og dísil í Rússlandi þessa dagana. Mynd/Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gísla Matthíasi Gíslasyni blöskraði á fimmtudaginn þegar hann sá að bensínlítrinn hjá Orkunni í Suðurfelli í Breiðholtinu kostaði 249,5 krónur. Gísli, sem er íbúi í Breiðholti vakti athygli á bensínverðinu í Facebook-hópi íbúa í Breiðholti og Hringbraut vakti athygli á málinu í dag.

Þegar Gísli sá hvað bensínlítrinn kostaði í Suðurfelli ákvað hann að keyra á aðra bensínstöð Orkunnar á Dalvegi. Þar var bensínið mun ódýrarara, lítrinn kostaði 211,3 krónur sem er 38,2 krónum ódýrara en í stöðinni í Suðurfelli. Þótt 38,2 krónur sé ekki mikill peningur þá bendir Gísli á að þegar þetta safnast saman verður upphæðin nokkuð há. Hann segir til að mynda að hann hafi sparað tæpar tvö þúsund krónur með því að taka bensín á Dalvegi frekar en í Suðurfelli.

„Eigum ekki að láta bjóða okkur svona, þó við búum í Breiðholtinu,“ segir Gísli í færslunni sem hann birti í Facebook-hópnum og tekur svo skýrt fram að hann eigi engra hagsmuna að gæta hjá neinu olíufélagi. Eftir að Gísli birti færsluna hafa myndast miklar umræður um bensínverðið í hópnum og eru margir íbúar ekki sáttir með verðmuninn.

Bensínverð á Íslandi hefur farið nokkuð hækkandi að undanförnu en hægt er að fylgjast með bensínverði á öllum bensínstöðvum landsins á vefsíðunni bensinverd.is. Þar má sjá að lítrinn kostar 249,5 krónur á flestum bensínstöðvum Orkunnar. Á Dalvegi, Bústaðavegi og Reykjavíkurvegi er bensínlítri frá Orkunni þó mun ódýrari en hann kostar 211,3 krónur á öllum þessum stöðvum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“
Fréttir
Í gær

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn
Fréttir
Í gær

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm