fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Tækni Dohop knýr nýjustu þjónustu stærsta flugfélags Spánar

Bjarki Sigurðsson
Fimmtudaginn 24. júní 2021 12:57

Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri Dohop

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vueling, stærsta flugfélag Spánar, kynnti nýverið til sögunnar Vueling Global, nýja þjónustu sem þróuð er í samstarfi við íslenska tæknifyrirtækið Dohop.

Vueling Global auðveldar viðskiptavinum flugfélagsins að bóka fjölbreytt úrval af tengiflugi um allan heim og tvinnar þar saman leiðakerfi Vueling og fjölmargra samstarfsaðila. Tækni Dohop gerir Vueling kleift að bjóða slíka þjónustu hnökralaust.

„Vueling hefur náð góðum tökum á nýjustu tækni og getur því hreyft sig hratt og aðlagast breyttum kröfum viðskiptavina og markaðarins í heild. Ein slík krafa er að flugfélög geti afgreitt löng og oft flókin tengiflug um allan heim án vandkvæða, frá brottför til áfangastaðar. Með tækni og þjónustu Dohop getur Vueling tengt sín leiðakerfi við samstarfsaðila og boðið slíka þjónusta á skilvirkan hátt gagnvart viðskiptavinum sínum,“ segir Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri Dohop.

„Vueling hefur áður tengst öðrum flugfélögum á borð Qatar Airlines og American Airlines. Tækni Dohop mun hins vegar auðvelda okkur að bjóða upp á tengiflug með fleiri flugfélögum og svara aukinni eftirspurn eftir þeim, en rúmlega 10% af okkar farþegum 2019 bókuðu tengiflug. Samhliða aukinni þjónustu og vexti Vueling mun þessi lausn Dohop breyta El Prat í alþjóðlegan tengiflugvöll,“ segir Charlotte Dumesnil, framkvæmdastjóri sölu og dreifingar hjá Vueling.

Vueling er þó ekki fyrsta flugfélagið sem hleypir af stokkunum slíku leiðakerfi í samvinnu við Dohop. Meðal flugfélaga sem þegar nýta tækni Dohop nú þegar eru EasyJet, Eurowings, Air France, Avianca, Jetstar og fleiri.

Skoða má nýjustu lausn Vueling og lesa meira um tækni Dohop á vefsvæði Vueling Global.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Svipt ökuréttindum fyrir að aka á rúmlega 60 kílómetra hraða

Svipt ökuréttindum fyrir að aka á rúmlega 60 kílómetra hraða
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sara var endurlífguð á bensínstöðvarplani – „Til stóð að skrá niður dánarstund en til allrar lukku var ákveðið að reyna aðeins lengur“

Sara var endurlífguð á bensínstöðvarplani – „Til stóð að skrá niður dánarstund en til allrar lukku var ákveðið að reyna aðeins lengur“
Fréttir
Í gær

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“
Fréttir
Í gær

Biðlar til ferðamanna að bæta umgengni – Sýnir myndir af ótrúlegum sóðaskap

Biðlar til ferðamanna að bæta umgengni – Sýnir myndir af ótrúlegum sóðaskap
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndaði konur á salerni heimilis síns – Ákærður fyrir kynferðisbrot

Myndaði konur á salerni heimilis síns – Ákærður fyrir kynferðisbrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaut marga yfirborðsáverka á höfði eftir líkamsárás á bílastæði Hagkaups

Hlaut marga yfirborðsáverka á höfði eftir líkamsárás á bílastæði Hagkaups
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk þungan dóm fyrir að skjóta 3 vikna dóttur sína til bana með lásboga

Fékk þungan dóm fyrir að skjóta 3 vikna dóttur sína til bana með lásboga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jónas Már segir kolröng skilaboð send til barna – „Ekki minnist ég að hafa séð svona skilti í minni æsku“

Jónas Már segir kolröng skilaboð send til barna – „Ekki minnist ég að hafa séð svona skilti í minni æsku“